Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Page 136
og einn skal halda í sínu daglega lífi. Þeir eru því einskonar siðferðileg
stjórnarskrá sem önnur lög skulu virða og byggja á. Hér verða taldir eftir-
farandi sáttmálar:
Sáttmáli við Nóa. Fyrsta Mósebók 9:1 - 17. Drottinn blessar Nóa og
afkomendur hans.
Sáttmáli við Abraham. Fyrsta Mósebók 17:7. Abraham fær Kanaanland.
Sáttmáli við ísak. Fyrsta Mósebók 17:21. Sáttmáli við Abraham settur
ísak.
Sáttmáli við Jakob. Fyrsta Mósebók 28:12 - 15. Draumur Jakobs, hann
fær landið.
Sáttmáli við Jósef. Fyrsta Mósebók 49:22 — 26. Lokar sáttmálum
Abrahams, ísaks og Jakobs
Sáttmáli við Móse. (Margar tilvitnanir) Meginstoð trúarríkisins, boðorðin
tíu.
Sáttmáli við Israel. Fimmta Mósebók 29:1 - 29 Aminning og viðvörun
Sáttmáli við Davíð. Síðari Samúelsbók 7:1-17 Ævarandi konungdómur
ættar Davíðs (Júda).
Fleiri sáttmálar eru nefndir og fleiri boðorð, þetta eru þeir þýðingar-
mestu. Á sáttmálunum við Abraham, ísak, Jakob og Jósef er grundvölluð
krafa gyðinga til Landsins helga (Palestínu) enn þann dag í dag. Tengdur
sáttmálanum við Davíð er spádómurinn um Messías, þessi sáttmáli er
þýðingarmikill grundvöllur þess að Kristur sé réttborinn konungur gyðinga.
Nóalög og Móselóg
Tafla 2: Samanburður á Nóalögum og boðorðunum 10
Lög aflíomenda Nóa (Talmut) [Lög allra manna]
1. Þú skalt ástunda jafnræði og stuðla að réttlæti [5, 9, 10]
2. Þú skalt ekki dýrka hjáguði [1, 2]
3. Þú skalt ekki guðlasta [3]
4. Þú skalt ekki drýgja hór [7]
5. Þú skalt ekki morð fremja [6]
6. Þú skalt ekki stela [8]
7. En kjöts sem líf er enn í, það er blóðið, skuluð þið ekki neyta
134