Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Page 138
lögum byggða á boðorðunum 10, verður því líka helgirit kristinna, enda
Nýja testamentið ekki orðið til árið 50 A.D. Þegar kristnir segja sig úr
lögum við gyðingdóm virðast þeir vera að afneita farisískum rabbínisma
eins og hann er í Talmut31. Hann er ekki færður í letur íyrr en 200 - 500
eftir Krist, er ennþá munnleg lög á dögum Krists og miklar deilur um hann
eins og Nýja testamentið greinir frá.
Góð sátt virðist hafa verið milli gyðinga og kristinna um alla almenna
siðfræði eins og hún birtist í Gamla testamentinu, nema hvað hún hættir
smám saman að vera lög og verður siðfrœði þegar kristni tekur við. Ymislegt
úr Móselögum sem okkur finnst hreinar kreddur í dag olli hinsvegar
miklum deilum. Svo var t.d. um afstöðuna til umskurðar, þetta er heilög
skylda samkvæmt Móselögum, en er lagt af í frumkristni.
Utbreiðsla laganna
Sjötíu manna þýðingin
Vitneskjan um lög fsraelsríkis breiðist hægt og rólega út um nágrannalöndin,
einkum hinn helleniska heimshluta. Siglingar eru tíðar um austanvert
Miðjarðarhaf og verslun mikil, íyrst fyrir tilstuðlan Egypta, þá Fönikíumanna
(sem voru kanversk þjóð) og síðast Grikkja og Rómverja. Löggjafarstarf
Grikkja byrjar á Rhodos (Tafla l)32 og telja verður að þar hafi menn vitað
af hebreskri lagaheíð, en ekki er vitað hvort þeir á Rhodos gerðu sér nokkurt
far um að læra af henni. Svo mikið er víst að hvorki grísk né rómversk
lagahefð gengur gegn blóðhefndinni á sama hátt og Móselögin. Því er ekki
hægt að segja að grísk og rómversk borgríki hafi innleitt hina nýju siðfræði
Júda og ísraels.
Því vantar þá staðfestu og ákveðni í gríska og rómverska lagahefð sem
trúin skapar. Lítið er um sjálfstætt dómsvald. Það er þó til að einhverju
leyti í hinum ýmsu þingum33, en valdamiklir herkonungar virðast léttilega
komast upp með að hundsa þær samkundur þegar þeir kæra sig um, t.d.
rómversku keisararnir.
Vegna tvístrunarinnar sest mikill fjöldi Hebrea að í hinum ýmsu borgum
hins helleniska, föníska og rómverska heims. Sumir telja milljón gyðinga
31 Júdaisk lög ná yfir miklu meira en Torah og Talmut í dag.
32 Lex Rohdia http://www.duhaime.org/LawMuseum/LawArticle-383/Lex-Rhodia-The-Ancient-
Ancestor-of-Maritime-Law—800-BC.aspx
33 T.d. rómverska senatið á lýðveldistímanum og borgarþingin í Grikklandi.
136