Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Page 143
norðurálfu, þetta eru heiðnir Skandinavar, ótrúlega vel þjálfaðir í hernaði og
gjarnan undir stjórn fyrrverandi herforingja úr væringjaliðinu í Miklagarði
(Constantinopel). Væringjar voru lið norrænna leiguliða í her Býsans. Þeir
komu fyrst til landsins á níundu öld eða fyrr og smám saman verða þeir
lífvörður og einvalalið keisarans í stórstyrjöldum. Foringjarnir í þessu liði
hafa örugglega hlotið menntun í rómverskri stríðstækni hjá hernum, en hafi
einhver tilraun verið gerð til að kenna þeim guðsótta og góða siði bar það
afar lítinn árangur46. Ribbaldar þessir valda ótrúlegum usla í Norður-Evrópu
svo engir konungar eða kirkjunnar menn fá neitt við ráðið, en ekki virðist
það hafa valdið Býsanskeisara neinum áhyggjum, að vera að ala upp í lífverði
sínum ræningja sem aðallega réðust á hinn kristna hluta Norður-Evrópu.
Þegar loksins tekst að kveða víkinga í kútinn tekur ekki betra við, þá
hefjast krossferðirnar sem áttu að stemma stigu við íslam. Evrópa verður
undirlögð herflokkum, ráfandi í átt að Landinu helga, ruplandi og rænandi.
Trúin á einn Guð getur vissulega haft sínar dökku hliðar.47 Býsans fékk yfir
sig þetta flóð úr norðri, til viðbótar við tyrkina úr suðri og austri og leið
undir lok eftir nokkur hundruð ára erfitt ævikvöld.
í vestri er jafnvel enn meiri upplausn. Keisaradæmi Rómar líður undir
lok. Þá leysist rómverski herinn upp og með honum hverfur þekkingin og
hæfileikinn til að byggja flókin mannvirki.48 Vegir, vatnsveitur, hafnir og
borgir víða um Evrópu falla í vanhirðu hinna myrku miðalda.
En þegar um hægist eftir krossferðirnar fer að rofa til. ítalskir kaup-
menn komast í samband við araba og tyrki sem versla við kaupmenn á
silkiveginum. Silkivegurinn var auðsuppspretta Rómverja sem vörðu þessa
aldagömlu verslunarleið með „pax Romana“. Býsans erfði svo þessi viðskipti,
en missir þau á krossferðatímanum og arabar fá einokun á þeim vörum
gegnum verslunarleið sína um Norður-Afríku og Andalúsíu á Spáni til
Evrópu.
46 Þó er vitað að kristni barst til Norðurlanda frá Miklagarði með mönnum eins og Ólafi Tryggvasyni
og Ólafi digra Haraldssyni (síðar Ólafi helga) í lok víkingaaldar. Sem dæmi um hertækni víkinga
má nefna herbúðir og vegi Haralds blátannar í Jótlandi, en þær eru nánast kópía í tré af
tilsvarandi rómverskum mannvirkjum http://en.wikipedia.org/wiki/Viking_ring_castles. Þá eru
víkingaskipin sjálf sniðin eftir grískum galeiðum (http://www.mlahanas.de/Greeks/Ships/Ships.
htm).
47 Kirsch, J., 2004: God against the gods : the history of the war between monotheism andpolytheism.
Viking Compass, xii, 336 pp.
48 Tæknin lifði samt áfram hjá þeim konungdæmum sem héldu úti her atvinnumanna eins og t.d.
Karlamagnúsi og arftökum hans. (Conant, K. J. (1978) Carolingian and Romanesque Architecture
800-1200, Pevsner, N. (1963) An Outline of European Architecture).
141
L