Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Síða 147
Bodin60, fram kenninguna um hinn einvalda fursta sem hefur vald sitt
beint frá Guði. Jean Bodin telur upp einvaldskonunga í Frakklandi, Spáni,
Englandi, Skotlandi, Eþíópíu, Tyrklandi, Persíu og Muscovy (Rússlandi)
og skipar í þennan flokk. I löndum mótmælenda er einveldi fursta hin
almenna regla. Svo merkilega vill til, að í hinum kaþólsku löndum Vestur-
Evrópu er það kirkjan sem kemur þessari skipan á, í einskonar sjálfsvörn
gegn þeim Lúther og Kalvín. Þarna kallar kirkjan á konung að gegna sínu
forna hlutverki sem verndari trúarinnar. Segja má, að hin endanlega orusta
um einveldið hafi staðið í Frakklandi milli Richelieu kardínála og móður
konungsins, Maríu af Medici, og konungsvaldið sigraði þegar Richelieu
vann það stríð. Ef konungsmóðirin hefði farið með sigur af hólmi, hefði
kirkjan væntanlega staðið gegn einveldinu eitthvað áfram.
Með tilkomu einveldisins verður mikil breyting á stjórnarháttum.
Einvaldarnir hertu mjög tökin á ríkisstjórninni, aívopnuðu fólkið, settu til
starfa sýslumenn og innleiddu refsilög í samræmi við boðorðin 10. Þá fyrst
er hægt að tala um, að réttlæti Guðs eins og það birtist í boðorðunum 10
og lögum Nóa sé beitt í verki.
í lýðræðisríkjum nútímans er ríkisvaldi komið á þannig, að valdið er
skilið frá Guði, kirkju og einvaldskonungum og afhent borgaralegum valda-
stofnunum. Skiptingunni í löggjafarvald (sem áður var Guðs), framkvæmda-
vald (sem áður var konungs) og dómsvald (sem áður var í höndum presta)
er haldið. Allar þessar valdastofnanir skulu hinsvegar starfa í anda almennrar
siðgæðisvitundar og haga ákvörðunum sínum í samræmi við hana. Til
að tryggja þetta er sett stjórnarskrá sem enginn má brjóta og enginn er
hafinn yfir, valdsmenn, lærðir og leikir jafnt. Þessi siðgæðisvitund er arfur
trúarinnar. Það er kirkjan sem hefur innrætt fólki þessa siðgæðisvitund, með
fortölum og valdboði, sem að öllum líkindum nær yfir meira en 3000 ár,
þó tíminn sé ekki nema 1000 ár hér á landi. Fleimurinn hefur aldrei átt
aðra siðgæðisvitund, nema hefðir hefndarréttarins. Hefndarréttur lifir þó
sumstaðar áfram í samskiptum ríkja.
Niðurstaða
Fyrsta spurningin var: Hvernig verður eingyðistrúin til, hvar og hvenær
byrja menn að trúa á drottin allsherjar og úthýsa öðrum guðum og í
60 Jean Bodin; http://en.wikipedia.org/wild/Jean_Bodin, með 169 athugasemdum og tilvitnunum
í aðra alfræðimiðla.
145