Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Qupperneq 158
En álit mitt læt ég í ljós eins og sá er hlotið hefur þá náð af Drottni að
vera trúr.“ (lKor 7.25) Þráfaldleg tilvísun Páls til eigin ókvænis ítrekar þá
staðreynd að enginn giftur maður í Nýja testamentinu hefur slíka stöðu
sem hann. Með öðrum orðum: Allar helstu fyrirmyndir kristinnar trúar
um eftirfylgd við Jesú í Nýja testamentinu eru fólk sem er ógift. Nú má
spyrja: Hvert er hægt að snúa sér í leit að fyrirmyndum fyrir kristið, gift
fólk? Tæplega til lærisveinanna tólf, því hvort sem þeir voru giftir fyrir
eða ekki, þá fól eftirfylgdin við Jesú það í sér að segja skilið við fjölskyldu
sína, eins og áður er fram komið. Ekki heldur til Maríu, móður Jesú, því
meydómi hennar er haldið á loft í Lúkasarguðspjalli og hann var síðan
gerður að grundvallaratriði í síðari kristnum hefðum. Því síður til Jesú
sjálfs, en að nefna hugsanlegt kynlíf hans hefur yfirleitt verið álitið guðlast
af verstu tegund. Niðurstaðan er sú að það er alls ekki auðvelt að finna
nokkra mikilvæga persónu í ritum Nýja testamentisins sem verið gæti slík
fyrirmynd. Samkvæmt þeirri niðurstöðu er engan veginn fráleitt að álykta
að hjónaband sé á jaðrinum í eftirfylgdinni við Jesú í Nýja testamentinu.
Skýrasta dæmið er Páll postuli sjálfur sem þreyttist ekki á að undirstrika
eigin einlífi sem hina sönnu eftirfylgd. Hvað sem líður sögu kristninnar
og þeirri staðreynd að hjónaband varð fljótlega viðtekið lífsform hinna
kristnu þá snúast hugsjónir Nýja testamentisins um líf í eftirfylgd við Jesú
að miklu leyti um líf utan þess. Þeir sem vilja halda hinu gagnstæða fram
verða að færa rök gegn fjölda texta í Nýja testamentinu og — í framhaldi
af því - gegn guðfræðilegum útleggingum margra kristinna guðfræðinga á
öldunum sem á eftir fóru. Ég mun nú beina sjónum að nokkrum slíkum
útleggingum þar sem hjónabandið fær heldur hraklega útreið.
Böl hjónabandsins
Fyrsta dæmið um þetta má finna hjá Gregoríusi frá Nyssa (um 335-um
395)13 - nánar tiltekið í riti hans frá því um 370 sem nefnist Um sktrlífi (De
virginitaté).l4 Basilíus (d. 379) eldri bróðir hans, sem var biskup í Sesareu
og hafði umsjón með mörgum meinlætasöfnuðum í biskupsdæmi sínu, bað
hann að skrifa fyrir sig leiðbeiningar um einlífi.15 f ritinu Um skírlífi heldur
13 Gregoríus frá Nyssa tilheyrði svokölluðum Kappadókíufeðrum sem voru uppi á 4. öld eftir Krist.
14 Um Skírlífi, De virginitate: http://www.ccel.org/ccel/schaff/npnf205.pdf [sótt 11. apríl 2012].
Sjá einnig Peter Brown, The Body and Society. Men, Women, and Sexual Renunciation in Early
Christianity, New York: Columbia University Press, 1988, bls. 285-304.
15 Peter Brown, The Body and Society, bls. 291.
156