Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Síða 170
stóðu fyrir siðbótinni í Wittenberg voru ekki að velta fyrir sér neinum
skiptum eða breytingum á kirkjunni heldur snerist málið frá þeirra hálfu
einfaldlega um siðbót. Þar fóru þeir í fótspor fjölda einstaklinga og hreyf-
inga, m.a. klaustrahreyfmga miðalda, til þess að siðbæta kirkjuna. Annað var
í reynd ekki á dagskrá. Hvað hugtakið rétttrúnað varðar í þessu samhengi er
einnig rétt að gera þá athugasemd að hugtakið er talið misvísandi fyrir það
mikilvæga tímabil sem tók við af siðbótaröldinni, þ.e.a.s. tímabilið frá lokum
16. aldar til upphafs 18. aldar. Ríkjandi guðfræðistefna þessa tímabils er oft
nefnd lútherski rétttrúnaðurinn. Ekki eru allir á eitt sáttir með það heiti
og í raun er erfitt að frnna rök fyrir því. Ekki verður séð að guðfræðingar á
þeim tíma hafi álitið sig boða réttari trú en áður hafði verið boðuð. Þýski
guðfræðingurinn Carl Heinz Ratschow segir: „Með hugtakinu rétttrúnaður
er átt við þá guðfræði sem nær yfir tímabilið frá lokum sextándu aldar til
upphafs þeirrar átjándu. Upphaf hennar, blómaskeið og endalok eru þau
sömu og barokklistarinnar. Það ætti að nefna þessa guðfræði barokkguðfræði
því að hugtakið rétttrúnaður er misvísandi.“ Ratschow notar sjálfur orðið
barokkguðfræði (Carl Heinz Ratschow, „Orthodoxie, protestantische“,
Taschenlexikon Religion und Theologie, bd. 4.,1983, bls. 70).
Hér fjallar Torfi ítarlega um endalok kaþólska tímans og upphaf lútherska
tímabilsins. Þar fer hann troðnar slóðir. Hann kann því enga skýringu á
þætti Ögmundar biskups í sögu siðbótarinnar hér á landi, að hann laði til
sín einmitt þá menn sem sýna áhuga á siðbót Lúthers og að hann skuli koma
Gissuri Einarssyni til náms í Hamborg, aðeins tveimur árum eftir að kirkju-
skipan Bugenhagens var tekin upp í hafnarborginni við ósa Saxelfar. Hann
lætur sér ekki til hugar koma að Ögmundur hafi - líkt og margir kaþólskir
biskupar erlendis - haft brennandi áhuga á siðbót innan kirkjunnar og
bundið nokkrar vonir við það sem var að gerast í Wittenberg. Spurningunni
um raunverulega afstöðu Ögmundar til siðbótarinnar verður reyndar seint
svarað, varla var hann glámskyggn á afstöðu nánustu samstarfsmanna sinna.
Hver veit nema svarið leynist í rykföllnum skjölum. Hugarfarsbreytingu
Ögmundar á lokasprettinum þarf ekki að vera erfitt að skýra út frá persónu-
legum átökum þessara tveggja kirkjuleiðtoga sem flestum fremur hafa sett
svip á íslenska kirkjusögu: Ögmundar Pálssonar og Gissurar Einarssonar.
Hvernig breytti siðbótin starfi biskupsstólanna, hvaða breytingar
urðu á prófastsdæmunum og hverjar á störfum sóknarprestanna? Ljóst
er að áherslubreytingar í þessum efnum urðu gríðarlegar meðal siðbótar-
168