Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Page 174

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Page 174
Þær breytingar sem eiga sér stað um miðja nítjándu öld voru þýðingar- miklar fyrir þróun kirkjulífs hér á landi, höfundur orðar það með þessum afgerandi hætti: „Tök kirkjunnar á samfélaginu voru tekin að linast og kreppa sú sem einkennir kristna trú hér landi enn í dag að halda innreið sína“ (215). Hér er áhugaverð fullyrðing sem gæti vakið frekari umræðu. Um sama leyti er prestaskóli stofnaður í Reykjavík. Liggur þá í augum uppi að guðfræðin eignaðist þar með fræðilegan vettvang hér á landi. Fyrir og eftir aldamótin 1900 Á tuttugustu öld verða miklar sviptingar í kirkjulífi. Ekki aðeins hér á landi heldur um allan hinn kristna heim. Aðdragandinn hér á landi var langur, eitt merkasta framlagið til nýrrar guðfræðihugsunar kom frá séra Matthíasi Jochumssyni. Höfundur rekur þátt hans í því að opna guðfræðihugsun og kirkjusýn við lok hins gamla tíma. Hér bregst Torfa hins vegar bogalistin og þar fer að skína í persónuleg viðhorf hans sem bjaga viðhorf hans til guðfræði tuttugustu aldar í heild. Höfundur segir að séra Matthías hafi talið „að einungis únitarisminn gæti svarað gagnrýni vísindahyggjunnar og staðið gegn guðleysi og vantrú aldarinnar. Reyndar hafði hann áður lesið bók eftir W.E. Channing, höfuð- paur únitarismans, heima á íslandi þá nýorðinn prestur og farið mjög leynt með hana“ (225). Séra Matthías fór ekki leynt með áhuga sinn á guðfræði Channings heldur lagði sig fram um að koma verkum hans í hendur kollega sinna enda var hann stoltur af því að hafa uppgötvað þennan merka guðfræðing sem enn er mikils metinn vestanhafs. Channing var merkur guðfræðingur í Boston, sem þá var miðstöð únitara í Bandaríkjunum og fjöldi merkra guðfræðinga úr þeirra röðum gerði þá garðinn frægan, m.a. Emerson. Únitarar voru á þessum tíma nánast eins og deild úr kongrega- tionalkirkjunni og únitarisminn lítt sambærilegur við það sem nú gengur undir sama nafni. Harvard háskóli á rætur að rekja til únitaranna í Boston á þessum tíma. Áhugi séra Matthíasar á únitörum er afar skiljanlegur. En þjóðskáldið var undir margvíslegum áhrifum, m.a. frá Georg Brandesi, Grundtvig og fleirum eins og gengur og gerist um vakandi menn sem lifa og hrærast í sínu fagi og sýna samtímanum áhuga. Mat höfundar að „með ákveðnum rétti [megi] segja að hann hafi gerst trúboði erlends sértrúar- safnaðar“ er því fjarri allri sanngirni og rímar engan veginn við séra Matthías Jochumsson að gerast trúboði sértrúarsafnaðar! 172
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.