Orð og tunga - 01.06.1990, Page 17

Orð og tunga - 01.06.1990, Page 17
Setningarávarp Gunnar M. Hansson forstjóri IBM á Islandi Menntamálaráðherra, fyrirlesarar og gestir! Það er nær daglegur viðburður að í heimsókn til IBM komi aðilar til að biðja um styrki til margvíslegra verkefna, en þrátt fyrir góðan vilja er því miður aðeins hægt að uppfylla óskir örfárra þeirra sem kveðja dyra í þessum tilgangi. I slíkum erindagerðum kom formaður stjórnar Orðabókar Háskólans, Jón Friðjónsson, til mín síðla árs 1983. Sú heimsókn varð kveikjan að fleiri fundum um málefni Orðabókarinnar og sá ég fljótt hversu mikil auðlind og stuðningur hún hefur verið íslenskri tungu og hve tölvutæknin gæti komið að miklum notum í starfsemi hennar. Það vakti athygli mína hversu mikinn áhuga starfsfólk Orðabókarinnar sýndi starfi sínu og hversu yfirgripsmikilli þekkingu það bjó yfir. Hér var greinilega hópur fólks sem gat hrint í framkvæmd draumi okkar hjá IBM um að gera íslenskri tungu sem hæst undir höfði á tölvuöld. Þörfin var brýn og bregðast þurfti skjótt við ef okkur ætti að takast að fylgja öðrum þjóðum eftir í þessum efnum. An þess að ég tíundi frekar framgang mála get ég sagt að samstarf Orðabók- arinnar og IBM sem hófst á árinu 1984 hefur aukist ár frá ári. Nú er svo komið að um 20 starfsmenn frá Orðabók Háskólans starfa í þýðingastöð okkar hér í Sigtúni 3 við þýðingar, handbókagerð og síðast en ekki síst nýyrðasmíð. Framlag IBM á síðastliðnu ári vegna þýðinga úr erlendum málum á íslensku nam um 60 milljónum króna og má fullyrða að ekkert fyrirtæki hérlendis hafi lagt jafn mikið af mörkum undanfarin ár til stuðnings og eflingar íslenskri tungu. A fáum eða engum sviðum hefur framþróun verið jafn ör á undanförnum árum og á tölvusviðinu, hvort sem um er að ræða vélbúnað eða hugbúnað. Tölvutækni og tölvunotkun hefur fylgt mikill erlendur orðaforði sem bregðast hefur þurft við, ekki síst með því að mynda íslensk nýyrði og sveigja allt málfar um tölv- ur að íslenskum venjum. Hér hefur Orðabók Háskólans unnið mikið starf með þýðingum sínum. IBM á íslandi hefur verið það metnaðarmál að leggja íslensku málræktarstarfi lið með því að skila öllu efni um tölvunotkun frá sér á lýtalausri íslensku. Til þess hefur verið lagt í mikla fjárfestingu. Það liggur í augum uppi að IBM mun xv

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.