Orð og tunga - 01.06.1990, Síða 19

Orð og tunga - 01.06.1990, Síða 19
* Avarp við ráðstefnulok Jörgen Pind forstöðumaður Orðabókar Háskólans Ágætu ráðstefnugestir! Mér er það enn í fersku minni þegar við Jón Friðjónsson, stjórnarformaður Orða- bókar Háskólans, lögðum leið okkar upp í Skaftahlíð til fundar við einn af kerf- isfræðingum IBM haustið 1983. Það sem kerfisfræðingurinn vildi sýna okkur var erlent forrit sem hét PROOF. Á skjánum var enskur texti, kerfisfræðingurinn skaut inn nokkrum villum í textann hér og hvar, studdi á hnapp og á svipstundu breyttu sum orðanna um lit, urðu rauð; forritið hafði fundið villur í þeim. Síð- an varpaði hann fram spurningunni: Er hægt að útbúa sams konar forrit fyrir íslensku? Nú man ég reyndar ekki gjörla hverju við svöruðum, a.m.k. tel ég víst að við höfum tæplega neitað því, því annars stæði ég varla hér í dag! En ég minnist þess þó að það var mjög útbreidd skoðun meðal málfræðinga að íslenskan hefði hér nokkra sérstöðu miðað við önnur mál sem gerði það að verkum að slíkt villuleitarforrit yrði mjög erfitt viðureignar. Hér höfðu menn vitaskuld aðallega í huga sambeygingar, þá st.aðreynd að orðin eiga það til að laga beygingarmyndir sínar að myndum annarra orða. Það varð svo úr að Orðabók Háskólans tók að sér að kanna hvort fýsilegt væri að ráðast í gerð slíks forrits og sú könnun fór fram í upphafi árs 1984. Þar með var samstarf Orðabókar Háskólans og IBM á íslandi hafið og hefur staðið óslitið til þessa dags. Á grundvelli þessarar könnunar var ákveðið að ráðast í gerð villuleitarfor- rits eða Ritskyggnis eins og forritið hefur síðan verið nefnt. Sú vinna fól í sér margvíslegar athuganir á íslensku máli, ekki síst beygingarfræði og í minna mæli orðmyndun. Einnig þurfti að ráðast í umfangsmiklar kannanir á tíðni orða í ís- lensku. Tölvuminnið er dýrt og því var mikils um vert að í orðasafn Ritskyggnis veldust orð sem eru algeng í málinu. Vinnu við Ritskyggni lauk árið 1985; skömmu síðar hófust þær þýðingar sem nú ber hæst í samstarfi Orðabókarinnar og IBM. Starfsmenn þýðingadeildar voru þrír í fyrstu en nú er svo komið að um 20 manns vinna við þýðingarnar, sumir að vísu í hlutastarfi. XVII
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.