Orð og tunga - 01.06.1990, Síða 25

Orð og tunga - 01.06.1990, Síða 25
Kristján Árnason: Hin þrefalda eftirlíking 3 þar sem hann skapar eitthvað sem lifir eigin lífi og lýtur eigin lögmálum, sem sagt listaverkið. Ef við nú skoðum þýðingu skáldverks með slíkar skilgreiningar á listinni í huga, þá má einnig segja að hún sé ekki endilega skuggamynd hins þýdda verks fremur en að það sjálft sé skuggamynd þess sem það lýsir heldur endurtekning þess í öðru umhverfi og við aðrar aðstæður og endursköpun sem útheimtir að skyggnst sé gegnum net orðanna til þess veruleika er að baki liggur og brotist alla leið til þeirrar uppsprettu sem skáldverkið streymir úr. Og straumi þess þarf þýðandinn að brjóta nýjan farveg sem að sumu leyti þarf að liggja samsíða hinum fyrri en að öðru leyti í allt aðra átt, þar sem hann þarf að lokum að ná til annarra slóða og það oft yfir margskonar vegleysur og fjarlægðir í tíma og rúmi. En það er einmitt á þessari leið sem téður straumur getur blandast ýmsu öðru og tapað einhverju af þeim tærleika er hann átti þegar hann var nýsprottinn úr lind sinni. Eða með öðrum orðum munu þýðendur reka sig á margar torfærur sem hindra þá í því að varðveita þann sérstaka blæ, persónulegan eða þjóðlegan, sem hvert verk hefur til að bera. Hér ber fyrst að nefna þann mismun sem er á tungumálum sem slíkum innbyrðis, jafnt í innri byggingu sem ytri áferð, þannig að þýðandinn er líklegur til að gera sér ljósar takmarkanir sinnar eigin þjóð- tungu í glímu við hinn framandlega texta. Marteinn Lúther lýsir viðureign sinni við texta Gamla testamentisins með þeim orðum að sér hafi fundist sem hann væri að breyta kvaki næturgala í gaukshljóð þar sem hann var að snúa upphöfnu tungutaki spámanna Israels yfir á sína hrjúfu þýðversku. Islenskur þýðandi get- ur stundum ekki heldur varist áþekkum hugrenningum, með allri virðingu fyrir hinu mjúka og ríka máli. Þeim sem til að mynda þýðir úr latínu á íslensku finnst liann trúlega oft vera að gera eftirmynd af marmarastyttu úr tré eða öðru mýkra efni. Hin frægu orð Hórasar „Exegi monumentum, aere perennius11, sem lýsa óbrotgirni skáld- skaparins, fylgja þeirri hugsun einmitt eftir með festulegum hljómi sínum og hinum endurteknu löngu e-hljóðum. Sá sem þýðir úr þýsku getur saknað þess á stundum að eiga ekki til á íslensku beygjanlegt tilvísunarfornafn eða geta beitt viðtengdum lýsingarhætti að þýðverskum sið til þess að þurfa ekki að leysa upp í sundurlausar og spennulausar setningar þær glæsilegu málsgreinar sem marg- ir bestu höfundar þeirrar tungu kunna að fella máttugar heildarmyndir, ofnar saman úr hlutlægu og huglægu, inn í. Hins vegar geta fallendingar tungu vorrar, einkum þegar þær eru með viðskeyttum greini, gert hana nokkuð þunglamalega og svifaseina í kapphlaupi við oft snaggaralegan og þjálan stíl höfunda á máli eins og frönsku, en óreglulegar áherslur og fjölskrúðugur orðaforði enskunnar gera hana oft litríka og kvika í samanburði við jafnar áherslur og hreinræktaðan orðaforða íslenskunnar, ekki síst í bundnu máli þar sem íslensk stuðlasetning reyrir allt þéttingsfast saman. Því hefur verið haldið fram af lærðum mönnum að gríska sé sú tunga erlend sem best þýðist yfir á íslensku og að milli þessara tungna sé það sem Guðbrandur Vigfússon kallaði „fine sympathy“, en um þýð- ingar úr því máli gildir þó einnig það sem Sveinbjörn Egilsson skrifaði í bréfi til Jóns Sigurðssonar (1. mars 1842): „Það eru ekki allir sem geta búið til fallegar brúar á stólpum og riðið svo yfir hlemmiskeið.11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.