Orð og tunga - 01.06.1990, Síða 28

Orð og tunga - 01.06.1990, Síða 28
6 Orð og tunga sinni á Paradísarmissi Miltons þar sem liann færir stakhendur Miltons yfir í fornyrðislag, en reyndar má finna miklu fjarlægari dæmi um slíkt, svo sem þegar áðurnefndur Andróníkus í þýðingu sinni á Odysseifskviðu færir hana úr sínu gríska hexametri yfir í satúrnusarháttinn fornrómverska, eða þegar enska skáldið Alexander Pope færir Hómerskviður í rímaðar hendingar að hætti sinnar aldar, þeirrar átjándu. Þeir góðu menn hafa að sjálfsögðu haft sínar ástæður fyrir þessu, hvort held- ur það hefur hentað þeim betur sjálfum eða þeir viljað ná betur til samlanda sinna og samtíðarmanna á þennan hátt, en hins vegar er í meira lagi hæpið að rígbinda sig við ákveðna hætti og telja þá eina þjóðlega en vísa öðrum á dyr sem aðskotadýrum. Það er a.m.k. erfitt að fallast á sjónarmið Jóns Þorkelssonar, er hann fylgir Miltonsþýðingu nafna síns úr hlaði í útgáfu frá 1919 með eftirfarandi orðum um stakhenduna ensku: „Eftir íslenskri braglist er það engin ljóðagerð, og þolist ekki á þeim bekk“ og nefnir hana „rímleysu, bragleysu, ljóðleysu“. Ekki má gleyma því að hátturinn er annað og meira en ytri búningur verksins sem að ósekju má klæða það úr, því hann er öllu heldur sá tilfinningalegi bakgrunnur þess sem nýr og ólíkur háttur hlýtur að gjörbreyta. Þetta sést auðvitað vel á þýðingu Jóns á Paradísarmissi, þar sem hinn hljómmikli stíll Miltons fer for- görðum og hugsunin verður óskýrari en hún hefði trúlega orðið í þýðingu undir frumhættinum. Það þarf vart að minna á að téð stakhenda, sem fær þar svo illa útreið, hefur löngu áunnið sér þegnrétt hér og orðið leikandi létt, ekki síst í Shakespeareþýð- ingum Helga Hálfdanarsonar, og á sama hátt má einnig geta þess að hexamet- urshátturinn sem Andróníkus varpaði fyrir róða í áðurnefndri þýðingu átti eftir að verða meginfarvegur rómversks skáldamáls eftir hans dag, enda vill og svo til að hexametrið er sá háttur sem við Islendingar syngjum eftir, þegar við erum í þjóðlegum ham og tökum til við að kyrja Island farsældafrón. Nútímaþýðendur eins og Helgi Hálfdanarson fylgja yfirleitt frumháttum dyggilega, hvort heldur eru forngrískir hættir eða japanskir, og forðast þann ósið sumra fyrri tíðar manna að klína rími aftan á hvað sem fyrir verður. En hinu verður þó vart neitað að með því að skipta um hátt getur þýðandi oft notið sinna eigin hæfileika betur og fremur náð að skapa verk sem orkar eins og frumkveðið, en slíkt hlýtur að vera eftirsóknarvert fyrir þýðendur og lesendur, ekki síst þegar þýðingin virðist ekki gefa frumkvæðinu neitt eftir. Þetta á við um Paradísarmissi þar sem um myndrænar lýsingar er að ræða, sem voru Miltons veika hlið en Jóns sterka, og ekki síður um sumar Heineþýðingar Jónasar Hallgrímssonar, sem eru undir allt öðrum háttum og einnig með öðrum blæ en frumkvæðin. Hinar þýddu línur Sveinbjarnar Egilssonar „Römm er sú taug / er rekka dregur / föðurtúna til“ standa einnig fyrir sínu, þótt þær liafi allt annan hljóm og ekki eins sáran og frumkvæði Ovíds útlaga í Tómí. En fleira getur breyst í höndum þýðanda en hátturinn, og þegar svo er komið að orðalagið og jafnvel hugsanagangurinn er orðinn annar er réttara að tala um stælingar en þýðingar, þótt mörkin milli þessa tvenns séu hins vegar ekki alltaf jafn skýr, t.d. ekki í kvæðum Jónasar Hallgrímssonar. Orðið stœling á einkar vel við margt í rómverskum skáldskap þar sem oftar en ekki má sjá gríska fyrirmynd að baki sem stundum er vitnað beint í en síðan spunnið út frá eins og ekkert
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.