Orð og tunga - 01.06.1990, Qupperneq 36

Orð og tunga - 01.06.1990, Qupperneq 36
14 Orð og tunga 9 Vídalínspostilla Áður en lengra er haldið er rétt að staldra við Jón biskup Vídalín og postillu hans sem hafði á sínum tíma margfalt meiri áhrif á trúarlíf og málvitund þjóð- arinnar en nokkur þeirra biblía sem ég hef nefnt. Þótt Jón hafi aldrei gefið út biblíuþýðingu er þó vitað að hann þýddi Nýja testamentið eftir frumtextanum gríska og sendi Árna Magnússyni til Kaupmannahafnar til leiðréttingar. Ekkert varð úr prentun og smám saman fyrntist yfir þýðinguna. Hún er nú að hluta glötuð en með samanburði á því sem varðveitt er úr þýðingu Jóns við biblíutil- vitnanir í postillu hans er ljóst að Jón fer þar eftir þýðingu sinni. Vídalínspostilla var afar mikið lesin og orðalag hennar festist í undirvitund manna kynslóð eftir kynslóð við húslestra. Hún var alls gefin út 13 sinnum á rúmri öld. Magnús Már Lárusson telur hana hafa haft ótrúleg áhrif á seinni þýðingar og megi m.a. sjá það á samanburði við útgáfuna frá 1912. Mælskuorð Jóns lifðu lengst af og fluttu hinar gleymdu þýðingar hans inn í eyru og hjarta þjóðarinnar. Þar fengu þær líf og mótuðu guðsorðamál seinni tíma (1950:69). 10 Viðeyjarbiblía Milli Grútarbiblíu og næstu útgáfu liðu aðeins tæpir þrír áratugir, en margt gerðist á þessum árurn er tengdist trúarlífi þjóðarinnar. M.a. var stofnað Hið íslenska biblíufélag 1815 sem tók við útgáfu biblíunnar og hefur haft hana með höndum síðan. Félagið lét gera könnun á biblíueign landsmanna sem leiddi í ljós að almenningur hafði yfirleitt ekki keypt sér biblíu né heldur haft tök á því. Var því ráðist í að gefa út Nýja testamenti 1825-1827 og síðar biblíuna alla 1841. Er hún löngum lcennd við prentstað sinn og kölluð Viðeyjarbiblía. Um þetta leyti var mikil vakning meðal íslendinga um málrækt og þótti mjög mikilsvert að hreinsa biblíuna af dönskuskotnu máli. Öll þýðingin var því endurskoðuð og átti Sveinbjörn Egilsson drjúgan hlut að því máli. Hann mun hafa þýtt Opinberunar- bókina úr grísku og um 17 rit Gamla testamentisins, sum þeirra úr frummálinu, hebresku. Fleiri stóðu að þessari þýðingu, m.a. séra Árni Helgason í Görðum. í formála segir: Þeir menn, sem ad verki þessu hafa starfad hpfdu eingan annann tilgáng en útvega lpndum sínum svo rétta útleggíngu Biblíunnar sem hvprr þeirra hafdi best faung á, í egin módurmáli, og einginn þeirra hefir áskilid sér kaup fyrir sitt órnak og ekki litla áreynslu (1841:111). Erfiði þeirra var ekki til einskis því að mikil framför þótti á orðin frá síðustu biblíuútgáfu þrátt fyrir ýmsa galla en þeir kaflar sem Sveinbjörn þýddi bera af öðrum. Steingrímur J. Þorsteinsson kemst svo að orði: Annars höfðu þýðingarnar frá Guðbrandsbiblíu til Grútarbiblíu verið eins og tröppugangur niður á við, með misjafnlega djúpum þrepum. En í einu svifkasti lyftir Sveinbjörn nú þýðingum sínum ofar upp- hafsskörinni (1950:76).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Orð og tunga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.