Orð og tunga - 01.06.1990, Qupperneq 93

Orð og tunga - 01.06.1990, Qupperneq 93
Orn Kaldalóns: Þýðingastarfsemi IBM 71 5 Samskipti Mikið er undir því komið að samskipti þýðingastöðva við rannsóknarstofur séu sem liprust. Vandinn er sá að rannsóknarstofurnar eru gríðarstórar, svo að starfs- menn skipta oftast þúsundum, og verður því að skipuleggja samskiptin sem best. Venjulega mynda rannsóknarstofurnar tiltölulega fámennan þjónustuhóp (á ensku National Language Group) sem sér um samskipti við þýðingastöðvarnar og miðlar þeim upplýsingum frá rannsóknarstofunum. Þar með losna hönnuð- irnir sjálfir undan beinu kvabbi og tryggt á að vera að allar þýðingastöðvarnar fái sömu upplýsingar. Upplýsingarnar berast um tölvunet, oft frá einni rannsóknarstofu til allra þýðingastöðva. Ef þýðingastöð hyggst leita vitneskju um ákveðið vandamál er henni ráðlagt að senda beiðni til rannsóknarstofu, en ekki til allra hinna þýð- ingastöðvanna líka. Slíkt spurningaflóð myndi aðeins valda auknu álagi en ekki hafa hagnýtan tilgang. Samkomulag um þýðingu á sér stað með þessum hætti: • Rannsóknarstofa sendir boð um tölvunetið um að hönnun sé langt komin á tilteknum búnaði, livort heldur er hugbúnaði eða vélbúnaði. Tekið er fram hvaða hluta búnaðarins á að þýða og reynt að meta hve mikið umfangið er, í orðum eða línum talið. Tilgreint er hvenær verkinu verði að vera lokið í síðasta lagi, ef þýdda útgáfan á að komast á markað um leið og frumgerð búnaðarins. Þá er og tekið fram hvenær búast má við fyrstu textum til þýðingar. • Þýðingastöðvarnar reyna að meta hversu mikinn tíma tekur að þýða bún- aðinn á þjóðtungurnar, hverja fyrir sig. Þýðingarnar hafa reynst misjafn- lega tímafrekar og erfiðar eftir því hvaða tungumál á í hlut. Margs konar vandi kemur fram að því er varðar aðlögun að ritvenju og málkerfi. Að því leyti hafa íslenska, finnska og þýska reynst einna erfiðustu tungumálin. Gera verður áætlun um mannafla við þýðingarnar sjálfar og kerfisfræði- lega vinnu sem leggja þarf fram. Þá þarf að meta kostnað í sambandi við vélbúnað, húsnæði, ferðalög o.fl. • Að loknu mati á ofangreindum þáttum senda þýðingastöðvarnar rannsókn- arstofu kostnaðaráætlun og gera jafnframt grein fyrir því hvenær áætlað er að skila fullbúinni þýðingu. Rannsóknarstofan sendir kostnaðaráætlunina síðan til baka með nánari skýringum á viðfangsefninu svo og athugasemd- um ef þurfa þykir. Ef áætlunin er samþykkt er gengið endanlega frá henni og er þýðingastöðin skuldbundin til að fara eftir ákvæðum hennar. Erfiðleikarnir sem blasa við framleiðendum við fyrstu áætlun eru einkum fólgnir í að meta umfang verksins, hve mikið eigi að þýða. Við frumhönnun á nýju kerfi, sem er ætlað að hleypa nýjungum inn á markaðinn, er vandasamt að gera haldgóða áætlun um línufjölda í þeim texta sem þýða skal. Oft er hönnun ekki alveg lokið þegar forritun hefst. Hönnun og forritun geta tekið svo langan tíma að stundum koma upp nýjar kröfur áður en forritun er lokið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Orð og tunga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.