Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2016, Page 96

Ægir - 01.07.2016, Page 96
Hitaveita er ein af þeim nýjungum sem skipum í Grindavíkurhöfn verður boðið upp á eftir umtals- verðar hafnarbætur sem eru nú framund- an hjá Grindavíkurhöfn. Í boði verða betri tengingar á rafmagni og kerfi sem fylgist með notkun þess og ístaka verður á fleiri stöðum en nú er. Allt kemur þetta með endurgerð Miðgarðs, en breytingar á hon- um munu taka tvö til þrjú ár. „Það verkefni er nú á þeim stað að ver- ið er að ljúka við útboðsgögnin sem Vega- gerðin er að vinna. Ekki er mikið eftir af því og þá á að vera hægt að bjóða verkið út. Framkvæmdin er mjög dýr og fer því inn á fjárlög. Grindavíkurbær hefur boðist til þess að fjármagna verkið þangað til rík- ið kemur inn með sitt framlag. Ætli heild- arupphæðin sé ekki um 1,3 milljarðar króna. Líklega gæti verkið farið í útboð um miðjan næsta mánuð og það fer svo eftir því hver verkefnastaðan verður hjá verk- tökum hvenær verkið hefst, en ég myndi helst vilja byrja strax fyrir áramótin,“ segir Sigurður Arnar Kristmundsson, hafnar- stjóri í Grindavík. Þarf að dýpka höfnina „Þetta verður væntanlega gert í tveimur áföngum, þannig að bryggjan sé ekki öll undir í einu á sama tíma. Ætlunin er að byrja vestast á Miðgarði og færa okkur svo til austurs. Þá er gert ráð fyrir að verkið taki tvö til þrjú ár. Svo þarf að dýpka höfn- ina en við erum ekki búnir að fá pening í það ennþá. Dýpkunin er alveg óhjá- kvæmileg svo þetta dýra mannvirki nýtist fullkomlega. Við viljum hafa dýpið 8 metra við kantinn til þess að mæta þörfum flot- ans og gerum ráð fyrir að djúprista á nýj- um bátum verði meiri en þeim sem eldri eru.“ Hafnarstjórn var með undirbúningshóp sem var skipaður af viðskiptalífinu á staðnum, hafnaryfirvöldum og Vegagerð- inni, til að móta hvernig best væri að hafa aðstöðuna eftir framkvæmdirnar. Það felst meira í því að endurbyggja bryggju en reka niður stálþil og fylla upp með því. Skip tengd við hitaveitu „Við viljum hafa aðstöðuna þannig að þeg- ar skipin leggjast að sé bryggjan alltaf snjólaus, það er að í henni verði hitalögn, utan til að minnsta kosti. Við viljum að hægt sé að tengja skipin við heitt vatn til að halda í þeim hita í staðinn fyrir að keyra ljósavélar á landrafmagni sem er fimm sinnum dýrara. Við ætlum til dæmis að taka þessa hitaveitu um borð í hafn- sögubátinn okkar, Bjarna Þór, og jafnvel í björgunarbátinn Odd. V. Gíslason. Þetta eru bátar sem liggja mjög mikið og taka ótrúlega mikinn straum með miklum kostnaði. Þennan möguleika viljum við líka bjóða skipum sem liggja hér einhvern tíma, en einnig snýst þetta um að vera umhverfis- vænn og vera ekki að menga að óþörfu og gera þetta á sem hagkvæmastan hátt.“ Grindavíkurhöfn er einnig að skoða landtengingar á rafmagni með kerfi sem heitir Tactica. „Þetta er tækni sem verið er að þróa til að hafa eftirlit með raforku- notkuninni á netinu. Þá geta menn séð hversu mikill straumurinn er hverju sinni. Eins gefur kerfið viðvaranir ef straumrof verður og ef álagið verður of mikið. Þetta á einnig að hjálpa til við að stilla raforku- notkun í hóf.“ Bjóða hitaveitu um borð í skipin Sigurður Arnar Kristmundsson, hafnarstjóri í Grindavík. „Við viljum að hægt sé að tengja skipin við heitt vatn til að halda í þeim hita í staðinn fyrir að keyra ljósavélar á landrafmagni sem er fimm sinnum dýrara.“ grindavik.is/hofnin 96
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.