Ráðunautafundur - 20.02.1996, Blaðsíða 32
24
Endurnýting nœringarefna. Byggðaþróun síðustu áratuga hefur leitt til þess að fólki í þéttbýli
hefur íjölgað mjög. í þéttbýli fellur til mikið af úrgangi. Það er æskilegt að næringarefnin sem
berast frá búunum með afurðunum berist þangað að einhverju ieyti aftur, bæði vegna þess að
þetta eru verðmæti, og eins vegna hins að þau geta orðið til tjóns berist þau í stórum
skömmtum í ár, vötn eða höf. Af sömu ástæðum er æskilegt að næringarefni í hvers konar
úrgangi séu nýtt eins og tök eru á.
Það eru ýmis vandkvæði á því að nýta næringarefni í skólpi sem áburðargjafa, t.d. eru í
því ýmis aukaefni sem eru óæskileg í ræktunarlandinu, svo sem þungmálmar. Þetta hefur leitt
til þess að menn hafa hannað salerni sem aðskilja saur og þvag. Enn fremur fer þvottavatn
(bað, þvottur og uppþvottur) í sér lagnir og hreinsibúnað. Mun meira er af næringarefnum í
þvagi en saur, og þvagið er auk þess ekki nærri eins mengað af óæskilegum bakteríum (Kirch-
mann o.fl. 1995). Niturmagn í þvagi sænsku þjóðarinnar samsvarar um 20% af því nitri sem
notað er í tilbúnum áburði þar í landi. Hið sama má segja um sorp, til að hægt sé að nýta það
þarf að flokka það, en þó það sé gert þarf að gæta vel að aukaefnum (Kirchmann og Widén
1994). Á næstu árum verður því væntanlega lögð aukin áhersla hreinsun og nýtingu úrgangs
borgarsamfélagsins.
Varðveisla andrúmsloftsins. Mikið liefur verið rætt um aukin gróðurhúsaáhrif sem verða
vegna áhrifa nokkurra lofttegunda, en þær virka á svipaðan hátt og gler í gróðurhúsi. Starfsemi
mannsins, einkum brennsla á lífrænu eldsneyti, minnkun skóga og sumar aðgerðir tengdar
landbúnaði, t.d. framræsla mýra, hafa aukið hlutfall gróðurhúsalofttegunda. Grænar plöntur
nýta sér CO2 úr andrúmsloftinu eða vatni og breyta þeim í orkurík efni. Með brennslu eða
rotnun berst kolefnið aftur út í andrúmsloftið, en koldíoxíð (CO2) er einmitt sú gróðurhúsa-
lofttegund sem vegur mest. Af öðrum gróðurhúsalofttegundum má nefna óson (O3), metan
(CH4), nituroxíð (N2O) og halógenkolefni, sem er fjölskylda efnasambanda sem búin eru til af
manninum (Lestander 1991, Trausti Jónsson og Tómas Jóhannesson 1994). Sum þessara efna
eru einnig talin skaðleg fyrir ósonlagið eins og halógenkolefnin (t.d. freon) og N2O. Ýmis
önnur efni sem berast í andrúmsloftið eru einnig skaðleg þó á annan hátt sé, t.d. þungmálmar.
Loftmengun af völdum véla í landbúnaði er tiltölulega lítill hluti af heildarloftmengun-
inni, en eigi að síður er sjálfsagt að halda henni í lágmarki. Við hana bætist loftmengun ýmissa
þjónustuaðila landbúnaðarins, t.d. verksmiðja, þjónustubifreiða o.s.frv. Þá berst metan sem
myndast í haughúsum og meltingarfærum nautgripa út í andrúmsloftið. N^O myndast bæði í
tengslum við bruna, t.d. á kolum og olíu, en einnig vegna starfsemi jarðvegsbaktería í
súrefnissnauðu umhverfi. Töluverðar umræður hafa verið um það hvort hægt sé að binda
k