Ráðunautafundur - 20.02.1996, Blaðsíða 215
207
þrengja sér inn. Snarrótin er oft ríkjandi á ræktuðu landi vegna þessa, hún er harðgerð jafn-
framt því sem hún þykir ekki fýsileg beitarplanta og fær því oft að vera í friði á kostnað hinna
grastegundanna þegar tún eru beitt (Ágúst H. Bjarnason 1993).
Samkvæmt hagtölum landbúnaðarins 1994 voru ræktuð tún árið 1993 talin vera 136 000
ha en einungis 1009 ha endurræktaðir. Endurræktunin þetta árið nemur því einungis 0,74% og
'er því óhætt að segja að víða geti snarrótin verið stór hluti heimaaflaðs gróffóðurs hérlendis.
Markmið tilraunarinnar sem hér er kynnt er að kanna áhrif snarrótar, slegna á mismunandi
tímum, á át, mjólkurframleiðslu og efnainnihald mjólkur. Verkefnið var kostað af Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Fóður
Túnin liggja samhliða á tiltölulega vel ræstum sandjarðvegi á áreyri við Hörgá (snemm- og
miðslegin snarrót af Suðurengi, síðslegin snarrót af Sandhólma). Þekja snarrótar í viðkomandi
túnum var metin >90%. Aðrar tegundir í túnunum voru vallarsveifgras, varparsveifgras, há-
liðagras, túnvingull, língresi, hvítsmári, haugarfi, hrafnaklukka, hrafnafífa, blóðarfi, njóli,
starir og umfeðmingur.
Snemmslegin snarrót var slegin 3. júlí 1994, miðslegin níu dögum seinna (12. júlí) og
síðslegin snarrót níu dögum þar á eftir (21. júlí). Heyið var bundið í bagga og sett í hlöðu 69-
85% þurrt (miðslegin blautust, síðslegin þurrust og snemmslegin 74%) og súgþurrkað. Vegna
snjóstorma og bylja yfir veturinn lagðist snjóhula ofan á efsta lagið í hlöðunni. Þar lá síðslegin
snarrót en vegna mikils magns sem var fyrir hendi var mögulegt að taka verstu baggana frá.
Að öðru leyti var heyið myglulaust og óskemmt við gjöf.
Kjarnfóðrið sem notað var í tilraunina var Alhliða blanda frá Fóðurvörudeild KEA,
Akureyri. Það var blandað og sekkjað í einu lagi. Orku- og efnainnihaldi snarrótargerðanna
þriggja ásamt kjarnfóðrinu er lýst í 1. töflu.
Það reyndist munur á hinum ýmsu breytum milli þessara þriggja gerða snarrótar (P<0,05
þegar litið er á ösku og fosfór, P<0,001 við aðrar breytur skv. 1. töflu). Við athugun á stein-
efnunum Ca, Mg, og K fannst hins vegar enginn munur milli snarrótargerðanna.
Samsýni voru tekin frá leifum kúnna, eitt frá hverju tímabili fyrir hverja gerð snarrótar.
Meltanleiki þurrefnis leifa fyrir snemmslegna snarrót reyndist vera 66, fyrir miðslegna 60 og
fyrir síðslegna 59. Þrjú sýni liggja bak við hverja tölu.