Ráðunautafundur - 20.02.1996, Blaðsíða 284
276
Ef leiðrétt er fyrir þungamun gripanna með því að skoða framleiðsluna sem hlutfall af
þunga gripanna þá er ekki raunhæfur rnunur milli kynjanna nema ef litið er á orkuleiðrétta
mjólk sem hlutfall af efnaskiptaþunga, en þá mjólka þær norsku meira (0,143 vs 0,158%,
P=0,04).
10. tafla. Framleiðsla á mjólk og mjólkuret'num og reiknuð orkunýting til mjólkurframleiðslu hjá kynjunum.
ISL NRF P-gildi kyn Mismunur eining % Meðal- tal Staðal- skekkja
Mjólk, kg/d 12,5 15,5 0,00 *** 3,0 23,8 14,0 0,50
Orkuleiðrétt mjólk 11,4 14,5 0,00 *** 3,1 27,0 13,0 0,44
Fita, % 3,57 3,65 0,19 0,09 2,4 3,61 0,04
Prótein, % 2,97 3,12 0,01 * 0,15 5,1 3,04 0,04
Laktósi, % 4,83 4,84 0,90 0,01 0,1 4,83 0,04
Frumur, þús/ml 100 63 0,31 -37 -36,7 81 25,0
Fita, g/d 447 567 0,00 *** 120 26,9 507 17,8
Prótein, g/d 369 482 0,00 *** 113 30,8 425 14,8
Framl. FE/ kg OLM 0,44 0,39 0,00 *** -0,05 -11,1 0,42 0,009
Framl. Fem /kg OLM 0,48 0,42 0,00 *** -0,06 -13,4 0,45 0,011
Kg OLM/ Framl FE 2,30 2,58 0,00 *** 0,28 12,4 2,44 0,049
Kg OLM/ Framl FEm 2,11 2,43 0,00 *** 0,32 15,3 2,27 0,053
Mjólk kg/ kg lífþunga 0,036 0,037 0,59 0,00! 2,9 0,037 0,001
OLM kg/ kg lífþunga 0,033 0,035 0,28 0,002 5,6 0,034 0,001
Mjólk kg/ kg lítþunga 0.157 0,169 0,14 0,012 7,8 0,163 0,006
OLM kg/ kg lífþunga()’75 0,143 0.158 0,04 * 0,015 10,6 0,150 0.005
Ahrif kúakyns á orku og próteinjafnvœgi
Norsku kýrnar voru slakar fóðraðar að meðaltali fyrstu 24 vikur mjaltaskeiðsins en þær
íslensku, hvort sem litið er á FE, FEm eða AAT jafnvægi (II. tafla). Þessa slaka fóðrun skýrir
mjög lágt efnainnihald í mjólkinni hjá báðum hópum en samhengi þar á milli er rnjög vel
þekkt. Ekki er þó alveg ljóst af hverju NRF kýrnar hafa þó hærri prótein% í mjólkinni, þær eru
ef eitthvað í neikvæðara reiknuðu orku og próteinjafnvægi. Hugsanlegt væri þar sem kjarn-
fóðurgjöf var tengd nyt og norsku kýrnar ntjólkuðu meira og talið er að prótein í mjólk sé
mjög tengt kjarnfóðurgjöfinni að þarna væri samhengi á milli. Þetta reynist þó varla vera til
staðar því þótt meðal kjarnfóður% í heildarfóðrinu sé heldur hærri hjá þeim norsku (27 vs
25%, P=0,04) þá var ekki munur milli kynjanna á meðal kjarnfóðurmagni á framleitt kg af
mjólk og var það reyndar nær því að vera íslensku kúnum í hag (0,22 vs 0,23 kg kjf/kg mjólk,
P=0,07).