Ráðunautafundur - 20.02.1996, Blaðsíða 170
162
hefði verið haldið alveg fram að sauðburði. Á þessum síðustu dögum fyrir burð og um burðinn
fengu ærnar mun betra hey heldur en þær höfðu áður fengið um veturinn.
5. tafla. Vaxtarhraði tvílembinga fyrri hluta sumars, eftir fóðrunaraðferðum seinni hluta
vetrar, leiðréttur fyrir áhrifum þunga og holda ánna viö upphaf fóðrunartímabils (31. jan.),
kyni lamba, aldri ánna og burðardegi, vigtunardegi að sumri og afurðastigi ánna.
Flokkur Fjöldi lamba Meðalvaxtar- hraði, g/dag Staðalskekkja meðaltala P-giIdi
Garði 66 238,9 4,2
0,7em
Grind 72 236,6 4,0
Ekki kemur fram marktækur munur á áhrifum tilraunameðferðanna á vaxtarhraða lamb-
anna fyrri hluta sumars (5. tafla), þannig að ekkert bendir til þess að ærnar í grindarhópnum
hafi mjólkað verr heldur en garðaærnar. Útreikningar á vaxtarhraða lambanna seinni hluta
sumars og fyrir sumarið í heild gáfu engar frekari vísbendingar um afurðagetu ánna eftir
tilraunameðferðum heldur en þær tölur sem hér hafa verið birtar.
Atferli. Fyrstu tvo til þrjá tímana eftir að ný rúlla er sett inn tróðust allt að 28 kindur að
grindinni í einu. Að þeim tíma liðnum var ekki troðningur við grindina. Að meðaltali voru
11,6 kindur við grindina á hverju upptökuskeiði og var í því efni ekki að sjá neinn mun eftir
tímabilum sólarhringsins. Fjöldi fjár við grindina hverju sinni virðist einkum ráðast af gæðum
og ferskleika heysins sem það nær í. Að jafnaði kom hver ær að grindinni 16,8 sinnum á
sólarhring (staðalfrávik=3,4). í 61% tilvika var sama ærin við grindina tvö upptökuskeið í röð.
Féð við rúllugrindina var yfirleitt rólegra heldur en féð við garðann og lét sér minna bregða þó
umferð væri um húsin. Ærnar við rúllugrindina héldu sig yfirleitt saman í hóp innst í krónni,
ýmist liggjandi eða standandi, þegar þær voru ekki að éta.
TILRAUN Á HVANNEYRI VETURINN 1995-96
Framkvœmd
Fullorðnum ám á Hvanneyri var við upphaf innifóðrunar í haust, í byrjun desember, skipt í
þrjá 54 kinda hópa. Einn hópurinn er fóðraður með hefðbundnum hætti á garða, annar étur úr
gjafagrind og er rúllan hjá þeim hóp ekki endurnýjuð fyrr en lítið er eftir annað en moð og
salli. Þriðji hópurinn étur einnig rúllu úr gjafagrind, en rúllan er endurnýjuð þegar nokkuð er
eftir af henni. Leifarnar eru settar í garðastubb þar sem þær ær sem ekki komast að nýju
rúllunni fyrst eftir að hún er sett í grindina geta étið meira úr leifunum. Þannig er verið að