Ráðunautafundur - 20.02.1996, Blaðsíða 84
76
- Útbreiðsla svæða með alvarlegu rofi (rofeinkunnir 4+5).
- Útbreiðsla svæða með talsverðu rofi (einkunn 3).
- Útbreiðsla auðna.
- Útbreiðsla svæða með lága rofeinkunn (einkunnir 0+1+2).
Jarðvegsrofi er mjög misskipt á milli landshluta og einnig innan tiltekinna svæða, t.d.
afrétta. Sem dæmi má nefna að Vestur-Húnavatnssýsla er nánast 511 algróin og jarðvegsrof er
þar alla jafna lítið. Afréttir Rangárvallasýslu eru dæmi um hið gagnstæða, þeir eru flestir lítið
grónir og þar á sér stað mikil jarðvegseyðing. Aðstaða til þess að laga framleiðslu á þessum
svæðum að kröfum um vistvæna og sjálfbæra framleiðslu eru afar ólík. En þegar grannt er
skoðað kernur í ljós að í mörgum hreppum sunnan heiða eru það tiltölulega fáir bændur sem
nýta sér afréttina, en flestir bændur geta beitt víðáttumikil láglendissvæði án þess að valda
spjöllum á gróðri og jarðvegi. I Vestur-Húnavatnssýslu og Rangárvallasýslu eru þó mörg
beitarhólf ofsetin hrossum, og ofbeit er þegar farin að valda roft. Þessi hólf gætu hæglega
spillt grænni ímynd Vestur-Húnvetninga ef ekki verður farið að með gát.
Til þess að sýna betur hinn mikla mun sem getur verið á landinu með tilliti til jarðvegs-
rofs eru í 3. töflu teknar saman tölulegar upplýsingar um rof fyrir tvö afréttarsvæði. Þau eru
annars vegar afréttir Vestur-Húnavatnssýslu (afréttir Hrútfirðinga, Miðfirðinga og Víðidals-
tunguheiði), en hins vegar Rangárvallaafréttur.
3. tafla. Dæmi um jarðvegsrof og auðnir á tveimur ólikum afréttum.
Alvarlegt rof Talsvert rof Gott ástand
Afréttur (4+5) (3) Auðnir (0+1+2)
Afréttir í V-Húnavatnssýslu 0,6% 11,8% 5,0% 93,6%
Rangárvallaafréttur 41,5% 36,7% 74,8% 27,3%
Hér eru valin mjög ólík svæði af ásettu ráði til þess að sýna þann reginmun sem er á
ástandi beitilands. Heildarstærð þessara svæða er sambærileg (nálægt 800 km2). Á afréttum
Vestur-Húnvetninga er lítið rof og eftirtektarvert hve lítill hluti landsins fær rofeinkunn 3, sem
annars er algengt um gróðurlendi á hálendinu. Auðnir eru litlar, en nánast allt landið er í góðu
ástandi með tilliti til jarðvegsrofs (94%). Þessu er öðru vísi farið á Rangárvallaafrétti. Stærsti
hluti afréttarins er auðn og alvarlegt rof er á stórum hluta afréttarins. Lftið rof (0+1+2) er þó á
um 27% landsins, en þar er bæði um að ræða mosagróin hraun og kjarnmeiri gróðurlendi. Beit
á Rangárvallaafrétti getur ekki talist vera vistvæn, til þess eru rofsvæði og auðnir allt of út-
breidd. Rétt er að taka fram að sveitastjórn Rangárvallahrepps hefur ákveðið að friða afréttinn
í áföngum og því er þetta dæmi tilgreint hér.