Ráðunautafundur - 20.02.1996, Qupperneq 106
98
2. tafla. Hitabreytingar undir gróðurhlífum í júlímánuði, miðað við hita á bersvæði.
Gróðurhlífar Aukning á Aukning á
hámarkshita, °C lágmarkshita °C
Undir trefjadúk (árin 1985, 1986, 1990 og 1992) 4,3 0,3
Undir plastbúrunr (árin 1986, 1987, 1990 og 1994) 9,0 0,7
í óupphituðu plastgróðurhúsi (árin 1988, 1990, 1991, 1992, og 1994) 9,7 3,0
KOSTNAÐUR VIÐ NOTKUN GRÓÐURHLÍFA
Kostnaður við notkun gróðurhlífa er mikill. Lauslega reiknaður efniskostnaður á hvern fer-
metra, það er sá flötur sem matjurtirnar vaxa raunverulega á, er þannig:
- Liggjandi glært plast, 0,05 mm, um 45 kr./rn2.
- Liggjandi svart plast, um 60 kr./m2.
- Trefjadúkur (Agryl P17), um 75 kr./m2.
- Plastbúr úr plastrafmagnsrörum og glæru plasti, 0,05 mm, um 100 kr./m2.
- Óupphitað gróðurhús úr galvaniséruðum járnrörum og gróðurhúsaplasti, sem endist í
3 ár, um 245 kr./m2.
Notaðar voru magntölur um efni í plastgróðurhús frá Einari E. Gíslasyni (1984). Verð á
plasti og trefjadúk er fengið hjá Gróðurvörum sf. (1995). í raun er það mjög misjafnt hvað
gróðurhlífar kosta. í útreikningunum hér að framan er reiknað með að plastið og trefjadúkur-
inn sé aðeins notaður einu sinni. Ef unnt er að nota dúkanna oftar, t.d. í tvö eða þrjú ár, lækkar
kostnaðurinn að sama skapi.
RÆKTUN EINSTAKRA JURTA
Á flestum stöðum landsins gengur ágætlega að rækta gulrófu og hnúðkál, þó að sáð sé beint út
í garði: Uppskeran verður þó meiri ef plönturnar eru forræktaðar inni í gróðurhúsi. Víðast er
ágætur vöxtur í hvítkáli, rauðkáli og blómkáli á bersvæði, ef plönturnar hafa verið forræktaðar
inni. Hins vegar fæst nýtanleg uppskera fyrr ef gróðurhlífar eru notaðar.
Gulrófur
í tilraunum, sem gerðar voru 1979-1981 gáfu gulrófur sem plantað var í gegnum liggjandi
glært plast meiri uppskeru en rófur sem gróðursettar voru í búri eða á bersvæði. Skýringin er
ef til vill sú að rætur rófnanna undir glæru plasti njóta hlýju, sem plastið skapar án þess að
þrengt sé að blöðunum. Ókostur við þessa aðferð er að örðugt er að fást við illgresi, sem vex
undir plastinu og hún er dýr, vegna þess að plastið er ónýtt eftir sumarið. I 3. töflu eru sýndar
niðurstöður úr athugunum, sem stóðu í 5 ár, með notkun gróðurhlífa í gulrófnarækt.