Ráðunautafundur - 20.02.1996, Blaðsíða 74
66
spennugjafar sem gátu slegið frá sér nokkur þúsund Volta spennu, með siaglengd sem var
innan við 300 ps. Þar með var ísinn brotinn og síðan hefur útbreiðsla rafgirðinga aukist mjög.
Helstu kröfur sem gerðar eru til spennugjafa eru þær að þeir gefi slög sem eru hæfilega
löng, með hæfilegu millibili, og með orku sem gefur nægilega háa spennu á girðinguna til
þess að hún haldi því vörslugildi sem af henni er krafist, án þess þó að vera lífshættuleg.
Lengd slaga (duration) er einungis brot úr sekúndu, algeng á bilinu i 00-200 ps (0,1-0,2
ms). Löng siög eru hættulegri heilsu manna og dýra, en spennan fellur í hlutfalii við aukna
slaglengd miðað við sömu orku og dregur því úr hættunni á móti, og jafnframt vörslugildinu.
Bil á milli slaga er yfíleitt á bilinu 1-2 sekúndur. Ef bilið minnkar þá eykst orkunotkunin, en ef
það eykst úr hófi þá minnkar vörslugildið.
Aiköst spennugjafa er sá eiginleiki sem helst snýr að hinum almenna notanda. Þegar
bóndi hefur ákveðið að setja upp girðingu af tiltekinni stærð og gerð þarf hann að geta komist
að því hversu öflugan spennugjafa hann þarf. Sú stærð sem langbest segir til um getu spennu-
gjafa er sú orka sem hann safnar milli högga (charged energy). Framleiðendur spennugjafa
gefa yfirleitt þessa stærð upp, en aðferðir þeirra til að mæla hana eru mjög misjafnar, í
mörgum tilvikum ónákvæmar og jafnvel beinlínis rangar. Til viðbótar orkunni er mikilvægt
að geta mælt hámarksspennu við tiltekið álag, vegna þess að hún er ekki alltaf í beinu
samhengi við orkuna, t.d. vegna áhrifa slaglengdar eins og áður er nefnt.
Hugtakið „Miles of fence“ hefur náð nokkurri fótfestu, a.m.k. í Bandarfkjunum, sem
mælikvarði á getu spennugjafa, þ.e.a.s. hversu langa girðingu viðkomandi spennugjafi ræður
við. Þessa einingu er meira að segja búið að skilgreina mjög nákvæmlega, einn vír, rétt Qar-
lægð frá jörðu, ákveðin rýmd o.s.frv. Kostur þessa er sá að þetta er hugtak sem hinn venjulegi
bóndi skilur. Ónákvæmnin er hins vegar veruleg, og ekki hægt að yfirfæra eininguna yfir á
margstrengja girðingar, t.d. vegna þess hvað álagið er breytilegt eftir íjarlægð frá jörðu og bili
á milli víra. Vísindamenn viðhafa því hófleg fagnaðarlæti yfir þessum mælikvarða og vilja
almennt heldur halda sig við alþjóðlegu einingarnar.
Bútæknideildin hefur nú eignast mjög fullkomið mælitæki sem gefur möguleika á að
mæla helstu eiginleika spennugjafa við mismikið álag. I undirbúningi er að gera skipulega
raðprófun á spennugjöfum.
Staurar
Þeir eiginleikar rafgirðingastaura sem helst hafa verið til skoðunar eru brotþol og sveigjuþol
annars vegar, og viðnám og vatnsgleypni hins vegar. Með tilkomu íslensku plaststauranna
hefur athyglin einnig beinst að vírlásnum sem á þeim er, þ.e.a.s. við hvaða átak hann gefur sig.