Ráðunautafundur - 20.02.1996, Blaðsíða 282
274
Ef litið er á meðalfóður kúnnu fyrstu 24 vikur mjaltaskeiðsins (8. tafla) þá er mjög lítill
munur milli kynjanna. Fóðrið hjá NRF kúnum er þó heldur blautara, með örlítið hærra hrá-
próteini og PBV gildi en þetta er sjálfsagt afleiðing þess að norsku kýrnar fengu 10 kg/d af
votheyinu en þær íslensku 8 kg/d. Hlutföll steinefna virðast hafa verið nægjanleg en PBV gildi
eru óþarflega iág. Rétt er þó að benda á að niðurbrotsstuðlar á próteini hafa ekki verið mældir
og því eru öll gildi fyrir AAT og PBV að stórum hluta metin en ekki mæld, en þó metin á
sama hátt hjá báðum kynjum.
Ahrif kúakyns á át
Norsku kýrnar átu að meðaltali meira magn af öllum fóðurtegundum hvort sem litið er á kg
fóðurs', kg þurrefnis eða fóðureiningar og munar þar um 11% (9. tafla). Til þess að leiðrétta
fyrir þungamun á gripunum er hægt að skoða átið í hlutfalli við lííþunga gripanna eða lífþunga
í veldinu 0,75, en sá reiknaði þunga er oft einnig nefndur efnaskiptaþungi. Ef átið er skoðað á
þessum grunni þá éta íslensku kýrnar rneira af gróffóðri en einungis meira af heildarfóðri ef
það er skoðað sem hlutfall af lífþunga en ekki efnaskiptaþunga. Tölur um heildarát sem hlut-
fall af lílþunga (3,08 og 2,82%) eru svipaðar og fundist hafa í tilraunum hérlendis með fyrsta
kálfs kvígur.
Hafa ber í huga varðandi tölur um át og framleiðslu gripanna í þessari tilraun að kjarn-
fóðurgjöfin var tengd nytinni og gróffóðurátið er oftar en ekki háð kjarnfóðurgjöfinni og því er
spurning hvaða stærðir eru í raun óháðar.
Ahrif lcúakyns á afurðir
Norsku kýrnar mjólkuðu að meðaltali um 3,0 kg eða um 24% meira á dag ef litið er á fyrstu
28 vikur mjaltaskeiðsins og er þessi munur heldur meiri ef mjólkin er leiðrétt fyrir orkuinni-
haldi (27%) (10. tafla). Ef litið er á hlutföll mjólkurefna þá eru þau öll NRF kúnum í vil ef svo
má segja þótt ekki sé raunhæfur munur nema á prótein% (2,97 vs 3,12%, P=0,01). Nokkuð
sláandi munur er einnig á frumutölu (100 vs 63 þús/ml, P=0,31) en rétt er að benda á að þetta
eru bara einföld meðaltöl mælinga þessar 28 vikur, en hver gripur hefur eina mælingu á viku
hverri. Ljóst er að tölur um fitu% og prótein% í mjólkinni eru alltof lágar og langt því frá að
geta talist eðlilegar, sérstaklega þó próteinið.
Framleiðsla mjólkurefna er 27-30% rneiri hjá NRF kúnurn og reiknuð orkunýting þeirra
til mjólkurmyndunar 12-15% betri (0,42 vs 0,48 framl. FEm/kg OLM). í þessu samhengi er þó
rétt að útskýra að framleiðslu fóðureiningar eru fundnar sem mismunur fóðureininga sem grip-
urinn étur og þeirra sem honum reiknast til viðhalds skv. lífþunga. í þessu tilfelli er ekki