Ráðunautafundur - 20.02.1996, Blaðsíða 166
158
rúllubaggar í heilu lagi. Einkum hafa þessar grindur verið notaðar utandyra, en bændur hafa
velt því töluvert fyrir sér að nota sambærilega gjafatækni innan dyra að vetri til. Þar sjá menn
möguleika á að minnka og auðvelda vinnu við vetrarfóðrun, og einnig má sjá fyrir sér nýja
valkosti varðandi innréttingar og skipulag fjárhúsa yfirleitt, sem gæti m.a. þýtt:
- aukið svigrúm til vinnuhagræðingar við ýmis konar fjárrag í húsunum,
- betri nýtingu á plássi,
- minni kostnað við innréttingar.
Eins og áður sagði hafa ýmsar gerðir rúllugjafagrinda verið prófaðar hérlendis, en
sameiginlegur galli þeirra flestra hefur verið sá að heyslæðingur hefur verið óhóflega mikiil.
Hefur þetta takmarkað mjög notagildi grindanna, einkum innandyra. Haustið 1994 tók bú-
tæknideild Rala á Hvanneyri til prófunar gjafagrind sem smíðuð er hjá Vímeti hf. í Borgarnesi
eftir hugmynd Magnúsar bónda í Hraunsmúla í Kolbeinsstaðahreppi. Grind þessi rúmar einn
rúllubagga og úr henni geta étið 20-25 kindur í einu. Grindin er ferköntuð, tvær hliðar hennar
fastar, en hinar tvær geta gengið inn og því þrengist grindin smám saman eftir því sem heyið
ést úr henni.
Eftir lauslega prófun sem gerð var á grindinni utan dyra haustið 1994 þróuðust málin
þannig að veturinn 1994-95 var farið var út í að gera athugun þar sem borin var saman fóðrun
úr fyrrgreindri rúllugrind og hefðbundin fóðrun á garða, þar sem gefið var tvisvar á dag, og
fóðrað eftir átlyst. Athugun þessi var gerð í fjárhúsunum á Hvanneyri með samvinnu bútækni-
deildar Rala og Bændaskólans. Bráðabirgðaniðurstöður sem gerðar voru upp síðasta vor gáfu
tilefni til að ætla að hér væri á ferðinni viðfangsefni sem þyrfti að skoða betur og því var
ákveðið að hefja svipaðar og þó öllu viðameiri tilraunir nú í haust. Þær tilraunir eru samvinnu-
verkefni Bændaskólans á Hvanneyri og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, sem leggja til
sauðfé, vinnuafl og tilraunaaðstöðu (á Hvanneyri og Hesti), og Vírnets hf. í Borgarnesi, sem
leggur til efni og vinnu til tæknilegrar þróunar gjafagrindanna. Niðurstöður þær sem kynntar
verða hér á eftir eru bráðabirgðaniðurstöður og verða að skoðast í því ljósi.
ATHUGUN Á HVANNEYRI VETURINN 1994-95
Framkvœmd
Er fé var tekið inn á Hvanneyri um mánaðamótin nóv./des. 1994, var hluta þess, 110 ám, skipt
í tvo jafnstóra hópa, og voru ærnar paraðar í hópana eftir aldri og þyngd. Annar hópurinn hafði
frjálsan aðgang að heyi í grindinni og fengu þær nýja rúllu er þær höfðu lokið þeirri fyrri.
Samanburðarhópi var gefið hey á garða með hefðbundnum hætti eftir átlyst, tvisvar sinnum á