Ráðunautafundur - 20.02.1996, Blaðsíða 126
118
að um sé að ræða ofmat þegar meltanleiki er hár. Meltanleiki uppá 80% samsvarar um 1,15 kg
þe/fe sem er í raun ótrúlegt að geti staðist fyrir gras. Gunnar Olafsson (1973) sannreyndi að
spá eftir in vitro meltanleika um orkugildi þriggja staðla með in vivo meltanleika á bilinu
57,5-64,7% var mjög nákvæm. Ekki hafa verið birt gögn um það innan hvaða marka hinar
óbeinu mælingar á orkugildi, hverju nafni sem þær nefnast, gilda.
5. tafla. Meltanleiki tegunda við mismunandi sláttutíma, meðaltöl yfir áburðarskammta og -tfma.
Slt. Engmo Korpa Fylking Lavang Leik Raud Leikvin Snarrót Ber.
1 79,5 80,8 78,3 74,8 68,7 69,9 74,3 78,4 74,9
2 67,5 68,4 70,5 69,6 64,1 65,6 64,7 70,6 68,6
3 62,3 61,8 68,1 68,6 58,0 59,3 59,3 64,3 62,6
Meltanleiki uppskeru 2. sláttar var ekki mældur. í 6. töflu, sem sýnir uppskeru í FE/ha,
er þó sýnd uppskeran í 1. slætti og alls; er þá byggt á þeirri forsendu að háin sé öll með 70%
meltanleika eða 0,72 FE/kg. Heildaruppskera í FE/ha er þannig ekki mæld, heldur reiknuð.
Þetta verður að hafa í huga við mat á heildaruppskeru. Areiðanlega er í þessu kerfísbundin
villa; að líkindum fremur í þá átt að vanmeta heildaruppskeru eftir 1. sláttutíma því há mælist
yfirleitt með háan meltanleika. Þá er rétt að taka fram að taflan sýnir meðaltal uppskeru hvers
árs. Uppskerutölur í 2. töflu og meltanleiki í 5. töflu gefa því ekki sömu niðurstöðu og 6. tafla.
6. tafla. Uppskera 1. sláttar og reiknuð heildaruppskera í hundurðum FE/ha.
Slt. Engmo Korpa Fylking Lavang Leik Raud Leikvin Snarrót Ber.
1. sláttur
1 34,5 36,6 34,3 37,0 36,9 36,4 33,0 32,4 33,9
2 43,0 45,0 39,0 38,6 38,7 39,6 33,2 36,1 38,9
3 53,5 50,5 47,4 47,5 40,8 40,9 38,1 39,2 46,4
„Samtals"
1 49,1 47,7 55,0 54,3 52,6 54,0 51,6 51,7 56,2
2 50,2 53,3 56,3 53,2 51,8 53,4 47,4 49,7 56,9
3 58,3 55,9 59,5 57,5 49,4 48,8 45,5 46,7 59,1
Það er eftirtektarvert, að við 1. sláttutíma er uppskera FE/ha mjög svipuð hjá öllum teg-
undum og stofnum eða um 3500 FE/lia. Gríðarleg spretta vallarfoxgrass gerir meira en vega á
móti mikilli lækkun meltanleika svo það hefur nokkra yfirburði við 3. sláttutíma. Eftir gefnum
forsendum næst mest heildaruppskera FE við 1. sláttutíma hjá túnvingli, língresi og „snarrót"
og ekki er ólíklegt að svo sé einnig um sveifgras og beringspunt.