Ráðunautafundur - 20.02.1996, Blaðsíða 231
223
daga og ein vigtun á gripnum. Líkanið sem notað var við tölfræðiuppgjör innihélt þættina
mjaltaskeið, kýr innan mjaltaskeiðs, tímabil, gróffóðurtegund, kjarnfóðurtegund og samspil
meðferða við mjaltaskeið. Vegna breytinga á tilraunaskipulagi sem áður er getið var erfitt að
meta samspil fóðurtegunda. Uppgefín skekkja er staðalskekkja meðaltals fyrir fóðurtegundir
en að baki því meðaltali eru 36 mælingar. Miða má við að raunhæfur munur sé á meðaltölum
ef P-gildi er minna en 0,05.
NIÐURSTÖÐUR
Heilsufar hjá kúnum var nokkuð gott á tilraunatímanum en fjórir spenar voru meðhöndlaðir
vegna júgurbólgu. Við skoðun á niðurstöðunum má beina sjónum að áhrifum gróffóðurgerðar
(þurrhey+kál vs þurrhey+vothey), kjarnfóðurgerðar (0 vs 3% fituhúðun) og að áhrifum af aldri
(mjaltaskeiði) kúnna. I umfjöllun hér á eftir er vísað til kál og votheyshópa en kýrnar í þeim
hópum fengu að sjálfsögðu einnig þurrhey. Lítil áhersla verður lögð á að skoða aldursáhrifin
að þessu sinni en nefna má að með aldri kúnna jukust afurðir (11,0; 14,7 og 19,7 kg/dag) og
einnig þurrefnsiát (11,3; 12,4 og 14,9 kg þe/d), en áhrif á efnahlutföll í mjólkinni voru lítil.
Fóðrun kúnna
Ef fyrst er litið almennt á fóðrun kúnna á tilraunatímanum þá má sjá í 6. töflu að í öllum
tilraunahópum hefur orku-, prótein- og steinefnafóðrun verið rífleg. Ólíklegt er að munur á
efnainnihaldi heildarfóðurs sem fram kemur milli hópa hafi haft nokkur áhrif m.t.t. afurða þó
svo hann reiknist tölfræðilega marktækur í sumum tilfellum. Próteinfóðrun reiknast heldur
meiri hjá kúnum á votheyinu en kálinu, enda votheyið mun próteinríkara en kálið (16,6 vs
13,1%) og á þetta einnig við um AAT og PBV jafnvægi. Orkujafnvægi reiknast jákvætt hjá
öllum hópum (7-15%) og hlutföll steinefna virðast góð. Kjarnfóðurgjöf var að meðaltali um
0,25 kg á kg mjólkur og hlutfall kjarnfóðurs í heildarfóðri var um 28% af þurrefni.
Ahrif f’róffóðurtegundar á át
Ekki er raunhæfur munur á þurrefnisáti milli kál- og votheyshópanna hvort sem litið er á gróf-
fóðrið eitt og sér (9,1 vs 9,3 kg/d) eða heildarfóðrið (12,8 vs 13,0 kg þe/d; P=0,14). Hins vegar
éta kýrnar raunhæft minna af kálinu heldur en votheyinu (2,6 vs 3,6 kg þe/d) en bæta það upp
með meira þurrheysáti (6,5 vs 5,7 kg þe/d). Þetta gerist þrátt fyrir að meltanleiki þurrefnis í
kálinu sé mun hærri heldur en í votheyinu (82 vs 72 %). Þó átið á kálinu sé ekki meira en raun
ber vitni þá dugar það samt til þess að át á fóðureiningum verður mest í kálhópnum (11,7 vs
11,5 FEm/d; P=0,03).