Ráðunautafundur - 20.02.1996, Qupperneq 43
35
Lífrænn landbúnaður (organic, ecological, ökologisk, biological, biologisk) og þar
með talinn lífefldur landbúnaður (bio-dynamic, bio-dynamisk skv. leiðbeiningum Rudolfs
Steiners), flokkast undir sjálfbærustu og vistvænstu búskaparhættina. Stundum kallaður
„grænn landbúnaður“. Ströng skilyrði, hér lögbundin, um eftirlit, vottun og notkun sérstakra
vörumerkja. Dýrustu afurðirnar, umhverfiskostnaður innifalinn að verulegu leyti. Aðlögunar-
styrkir til bænda á Norðurlöndum og víðar.
Vistrænn Iandbúnaður (alternative, alternativ, integrated, integreret (samþættur), half-
way-houses, LISA (low input sustainable agriculture), IPM (integrated pest management) o.fl.
er misjafniega vistvænt og sjálfbært millistig á milli lífræns landbúnaðar og almenns- eða
hefðbundins landbúnaðar. Stundum kallaður „ljósgrænn landbúnaður". Sums staðar ákveðnar
reglur, jafnvel lögbundnar, eftirlit og vörumerki, þó ekki lífræn. Aðlögunarstyrkir sums staðar,
t.d. í Sviss.
Almennur landbúnaður einkennist af orkufrekum búskaparháttum, háður aðfluttri
orku og efni, fjarlægist sjálfbæran búskap. Mikil notkun eitur- og hjálparefna, svo og auð-
leysts áburðar, og er þessi búskapur víða erlendis skaðlegur umhverfinu. Hér á landi er lyfja-
og efnanotkunin minni en almennt gerist erlendis og því er skrefið yfir í vistrænan landbúnað
styttra og gera má ráð fyrir að margir bændur hér uppfylli þær kröfur.
Verksmiðjubúskapur er mjög tækni-, orku-, efna- og lyfjavæddur landbúnaður (factory
faiming, intensive farming). Sumir telja hann meira í ætt við iðnað en landbúnað. Hér á landi
er þó verksmiðjubúskapur, t.d. í alifugla- og svínarækt, vistvænni en víða erlendis þar sem hér
er bönnuð ýmiss konar lyfjanotkun við fóðrun. Odýrustu afurðirnar, umhverfiskostnaður
undanskilinn að mestu. Vaxandi kröfur t.d. í Bretlandi og Danmörku um sérmerkingu afurð-
anna, svo sem „egg úr búrhænum“.
Erlendis eru skiptar skoðanir um gildi þess að stuðla að umhverfistengdri gæðastýringu
á vistrænum millistigum, þ.e. skör lægra en hið lífræna. Einkum gagnrýna sumir lífrænir
bændur þessa tilhögun en aðrir í þeirra hópi telja hana jákvæða því að bændur sem eru komnir
með vistræna viðurkenningu eru búnir að uppfylla sum þeirra skilyrða sem einkenna lífræna
búskaparhætti og næsta stig gæti verið að stíga það skref til fulls eftir nauðsynlega aðlögun.
Þetta á vissulega við hér á landi. Viðurkennd vistræn framleiðsla gæti því orðið stökkpallur
yfir í lífrænan búskap fyrir þá sem ekki hafa skilyrði til að takast á við hann strax. Á þetta ber
að líta sem valkosti en ekki andstæður. Jafnvel má hugsa sér að á sama búinu fari hluti