Ráðunautafundur - 20.02.1996, Blaðsíða 216
208
1. talla. Sláttutími. uppskera, orku- og efnainniliald mismunandi snarrótar sem notuð var í tilraunina, ásamt orku-
og efnainnihaldi kjarnfóðursins. Meðaltal sex sýna (tvö frá hverju tímabili). Miðað er við kg þe. ef annað er ekki
tekið fram.
Gerð snarrótar Slegin dags. Uppskera hkg/ha Hirð.sýni FE Gjafasýni FE Fem Melt.pr. O o AAT O o PBV O o
Snemmslegin 03.07 15 0,75 0,74 0,81 178 97 55
Miðslegin 12.07 39 0,74 0,67 0,74 144 88 37
Síðslegin 21.07 47 0,72 0,62 0,70 126 82 27
Meðaltal 0,74 0,67 0,75 149 89 40
Staðalskekkja mismunarins 0,02 0,02 3,16 1,54 2.45
P-gildi <0,001 <0,001 <0,001 <0,001 <0,001
Kjarnfóður 1,00 1,08 192 130 -14
Staðalskekkja 2,81
Kýr
Tilraunin var framkvæmd á tilraunabúi RALA Möðruvöllum frá seinni hluta marsmánaðar
1995 til seinni hluta maímánaðar sama ár. Kýrnar voru 15 talsins, þar af 9 fyrsta kálfs kvígur.
Þeim var skipt upp í 5 mismunandi hópa þar sem kýr innan hóps eru valdar hvað líkastar með
tilliti til aldurs, nytar og burðartíma. Upplýsingar um kýrnar má finna í 2. töflu.
2. tafla. Flokkun kúa í snarrótartilraun, nafn þeirra og númer, fæðingarár, meðalnyt og þungi í upphafi tilraunar.
Hópur nr. Nafn á kú Nr. á kú Fædd mán/ár Nyt kg/dag Þungi íkg Hópur nr. Nafn á kú Nr. á kú Fædd mán/ár Nyt kg/dag Þungi íkg
i Væn 288 09.92 7,4 400 4 Rauðka 233 03.90 22,3 440
i Glóð 293 10.92 7,4 386 4 Huppa 244 04.91 23,8 519
i Mara 267 04.93 8,8 347 4 Rán 245 04.91 22,4 450
2 Brá 287 01.92 10,6 427 5 Leista 219 03.89 14,5 497
2 Sýn 295 08.92 10,6 388 5 Kolfinna 223 03.89 22,5 501
2 Sól 290 09.92 9,6 417 5 Flóra 237 04.90 22,2 544
3 Von 292 01.92 13,2 431
3 Rák 289 09.92 10,7 423
3 Rjóð 296 09.92 13,2 397
Tilraunin var sett upp sem latneskur ferningur með þrjú mismunandi þroskastig af
snarrót sem gróffóður, dreift á þrjú tímabil þar sem hvert tímabil náði yfir þrjár vikur. Á þann
hátt prófaði hver kýr hverja gerð snarrótarinnar í þrjár vikur samfleytt og allar kýrnar prófuðu
allar snarrótargerðirnar. Reynt var að koma í veg fyrir að áhrifin af lækkun á nyt eftir því sem
líður á mjólkurskeiðið blönduðust inn í áhrifin af snarrótargerðinni, þannig að kýr innan sama
hóps fengu mismunandi gerð snarrótar í mismunandi röð (Magne Mo 1992, Gunnar Ríkharðs-
son 1995).