Ráðunautafundur - 20.02.1996, Qupperneq 127
119
PRÓTEINMAGN OG PRÓTEINUPPS KERA
Próteinmagn uppskeru var mælt við báða slætti. Niðurstöður eru í 7. töflu. Aburðarskammtar
og sláttutími hafa veruleg áhrif í 1. slætti, en áburðartímahrifin eru óveruleg og ekki sýnd. Að
jafnaði leiðir seinni áburðartími þó til hærra próteinmagns í 1. slætti, en próteinuppskera í 1.
slætti er óháð áburðartíma. Víxlhrif áburðarskammta og sláttutíma í 1. slætti eru yfirleitt
mai'ktæk en í heildina óveruleg. Þau koma þannig fram að áhrif stærstu skammtana eru
hlutfallslega mest við seinasta sláttutíma. í 2. slætti eru áhrifin nær eingöngu af sláttutíma;
áburðartímahrifin eru þó til staðar og munaði um 1 %, stærri skömtum í vil.
7. tafla. Próteinmagn uppskeru.
Meðferð Engmo Korpa Fylking Lavang Leik Raud Leikvin Snarrót Ber.
1. sláttur
Ábsk. 1 10,0 10,9 13,9 13,5 12,1 14,3 15,3 14,8 12,5
2 11,5 12,3 15,1 14,8 13,2 15,0 16,1 15,8 14,2
3 13,2 14,1 16,4 16,9 14,6 16,5 17,5 17,2 16,4
Slt. 1 15,4 16,3 18,7 18,2 16,2 18,3 19,6 18,5 17,8
2 11,3 12,0 14,4 14,4 12,9 15,2 15,9 15,8 14,0
3 8,1 9,0 12,2 12,6 10,8 12,3 13,4 13,6 11,4
2. sláttur
Slt. 1 12,6 13,7 11,9 15,3 14,9 16,6 17,3 17,8 13,0
2 15,0 16,9 15,4 17,3 17,5 19,8 20,1 19,2 14,9
3 17,5 18,0 18,1 20,5 19,9 21,3 22,8 22,6 16,7
Próteinmagn vallarfoxgrassins er áberandi lægst í upphafi en röðun tegunda og stofna
helst í megindráttum allan sprettutímann. Að jafnaði lækkar próteinhlutfallið um 0,22 pró-
sentustig á dag, nokkru meira en Ríkharð Brynjólffsson (1990) fann, en talsvert lægra en í
samantekt Hólmgeirs Björnssonar og Friðriks Pálmasonar (1994) á rannsókn Gunnars Ólafs-
sonar (1979), en meðalfall 6 tegunda í tvö ár var 0,31 á tímabilinu 14.6.-16.7. Talsverður
munur var þar milli tegunda og ára. Guðni Þorvaldsson og Hólmgeir Björnsson (1990) fundu
lítið eitt örara fall í júní/júli; einkum í vallarfoxgrasi 0,29%/dag. Samanburður rannsókna
hlýtur þó að takmarkast af því um hvaða tímabil er skoðað.
Munur stofna innan tegunda er athyglisverður; próteinmagn Korpu er h.u.b. einu pró-
sentustigi hærra en Engmo, og Leik tveim stigum hærri en Raud. Þessi munur er hliðstæður í
báðum sláttum, en í seinni slætti bætist við að Lavang er mun hærri en Fylking.
Próteinmagn háarinnar er eftirtektarverð, en í öllum tilfellum fer hún vaxandi eftir því
sem fyrri sláttur er sleginn seinna. Nær allt áborið N er fjarlægt með 1. slætti svo hér er um að
ræða losun úr jarðvegi. Minnkuð tillífun og kolvetnasöfnun seinni hluta sumars virðist því