Ráðunautafundur - 20.02.1996, Blaðsíða 242
234
sinnum og sex til átta mánaða aðeins kvölds og morgna. Hver soglota tekur 8-12 mínútur
(Munksgaard og Kiohn 1990).
Sogþörf
Sog er ómeðvituð svörun snertiskyns örvuð í munni og á vörum. Svörunin er líka háð heyrnar-
skynjun, bragðskyni og sjónskyni. Því er eðlilegt að sogþörf tengist fóðrun. Sogþörf kálfa er
mikil fyrstu fjórar til fimrn vikurnar. Þegar kálfur gengur undir fullnægir hann sogþörfinni
þegar hann sýgur kúna. Frá því kálfurinn byrjar að drekka eða sjúga eykst sogþörfin og nær
hámarki fimm til sex mínútum eftir að hann byrjar. Að mjólkurfóðrun lokinni fer sogþörf
stigminnkandi næstu 30 mínúturnar (Munksgaard og Krohn 1990). Kálfar hætta fyrr að drekka
sé þeim gefið úr stífum túttum, því þá hafa þeir fullnægt sogþörf sinni við að drekka lítið
magn. Sogþörfin minnkar með aldri þegar kálfar fara að éta aukið gróffóður (Hammei o.fl.
1988).
Túttukálfar, kálfar sem drekka mjólk í gegnum túttu á fötu, eru 1,5-3,0 sinnum lengur að
drekka sama magn mjólkur og fötukálfar, kálfar sem drekka mjólk úr opinni fötu á hefð-
bundinn hátt. Þegar túttukálfar eru búnir með mjólkina sjúga þeir túttuna í 5-20 mínútur til að
fullnægja sogþörfinni, á sama hátt og kálfar sjúga móður áfram þó mjólkin sé búin. Fötukálfar
aftur á móti sjúga og sleikja fötuna, milligerðir og hvern annan í allt að 20 mínútur þegar þeir
eru búnir með mjólkina til að fullnægja sogþörf sinni (Gjestang 1982, Gregersen o.fl. 1986,
Metz og Mekking 1986, Munksgaard og Krohn 1990). Af atferli að dæma nær sogþörf há-
marki við 10-15 daga aldur (Gjestang 1983). Kálfar sem hafa frjálsan aðgang að mjólk hafa
sýnt að sogþörf er óháð næringarþörf (Metz og Mekking 1986). Sog án næringar fullnægir
sogþörfinni ekki eins vel og næringarsog. Aðferð mjólkurfóðrunar hefur meira að segja en
magn mjólkur um næringarlaust sog (Munksgaard og Krohn 1990). Vel fóðraður fötukálfur
fullnægir sogþörf sinni með því að sjúga sjálfan sig, aðra kálfa eða innréttingar. Sog milli
kálfa er meira fái þeir ekki næga orku og prótein úr fóðri (Mitchell 1976).
Túttukálfar ná yfirleitt að fullnægja sogþörf sinni á meðan á fóðrun stendur og þannig er
að miklu leyti hægt að koma í veg fyrir næringarlaust sog þeirra (Gjestang 1983, Maton o.fl.
1985, Dybkjær o.fl. 1986, Metz og Mekking 1986, Hansen 1987, Hammel o.fl. 1988, Munks-
gaard og Krohn 1990, Landbrugets Rádgivningscenter 1991).