Ráðunautafundur - 20.02.1996, Blaðsíða 172
164
TILRAUN Á HESTI VETURINN 1995-96
Framkvœmd
Upphaflega var tilraunin lögð upp með sama sniði á Hesti og Hvanneyri og átti þá að bera
niðurstöður saman þannig að fá mætti fram hugsanlegan breytileika milli búa, sem þá gæti
stafað af mismunandi fjárstofnum, heygæðum, aðstöðu o.fl. Það kom hins vegar fljótlega í ljós
að breytileikinn milli búa var töluverður, einkum hvað varðaði vandamál með slæðing úr
gjafagrindunum. Þetta var einkum tengt gólfgerðinni. Á Hvanneyri eru gólfin að meiri hluta
klædd trérimlum, en á Hesti eru þau að meiri hluta klædd málmristum. Slæðingur er mun
meira vandamál þar sem málmristar eru, þar sem hann festist meira í þeim og erfiðara er að
sópa þær heldur en trérimlana. Auk þess var heyið sem gefið var á Hesti á þessu tímabili það
kraftmikið að hálfgerður klessingur kom í ærnar, og varð það ekki til að bæta ástandið. Því
varð fljótlega Ijóst að sú gjafatækni sem þarna var reynd hentaði alls ekki aðstæðunum, og
vinnusparnaðurinn við gjafir fór fyrir lítið vegna mikillar vinnu við að hreinsa gólfin. Ákveðið
var því að breyta út af upphaflegum áætlunum og fara þess í stað út í frekari þróun á tækni-
legri hlið málanna. Gjafagrindunum var breytt á þann veg að þær eru nú tvöfalt lengri en áður,
og rúllan er skorin niður í miðju, þannig að hún leggst niður í grindina. Þetta leiðir það af sér
að kindurnar þurfa ekki lengur að éta upp fyrir sig.
Á tímabilinu frá nóvemberlokum og fram til 8. janúar var sams konar tilraunameðferð I
gangi á Hesti eins og á Hvanneyri ef undanskildar eru þær tæknibreytingar sem gerðar voru á
grindunum, þ.e.a.s., gjafagrindarfóðrun var borin saman við garðafóðrun, og auk þess var
borin saman mistíð endurnýjun heys í gjafagrindinni. Vísað er til fyrri lýsinga á þeirri fram-
kvæmd. Hópunum var svo skipt upp aftur 8. janúar og hafin ný tilraun, sem á að prófa áhrif
mismikils jöturýmis pr. kind (á gjafagrind) á át, þrif og atferli ánna. Við þessi þáttaskil voru
gjafagrindurnar enn endurbættar, á þann hátt að I þær voru settar slæðigrindur líkar þeim sem
notaðar eru í garða. En hér á eftir verður sagt frá niðurstöðum þeirrar tilraunar sem lauk 8.
janúar.
Niðurstöður
Heyát ánna. Ekki komu fram nein marktæk áhrif fóðrunaraðferða á heyát ánna, hvorki fyrir
eða eftir að gjafagrindurnar voru lengdar (8. tafla). Tölur um slæðing ber að túlka varlega, þar
sem á tilraunatímabilinu var verið að ráða bót á því vandamáli að ærnar vildu draga hey undan
gjafagrindinni, og tókst það heldur verr við grind 2 heldur en grind 1. Það er hins vegar ljóst