Ráðunautafundur - 20.02.1996, Blaðsíða 254
246
FRAMKVÆMD
Samið var við forráðamenn sex sláturhúsa um aðgang til að skoða gripina. Það voru sláturhús
KÞ á Húsavík, KEA á Akureyri, Benny Jensen á Lóni í Glæsibæjarhreppi, Afurðasölunnar í
Borgarnesi, SS á Selfossi og Hafnar-Þríhyrnings á Hellu. I langflestum tilfellum fór skoðun á
lifandi gripum fram í sláturhúsunum, í nokkrum tilfellum var þó farið í fjós á viðkomandi
bæjum. Haft var samband við alla eigendur og leitað eftir upplýsingum um gripina, s.s. aldur,
ætterni, fóðrun og aðstöðu við uppeldið. í upphafi var áætlað að taka aðeins með í verkefnið
gripi frá bæjum þar sem skýrsluhald er í nautgriparækt, en fljótlega var fallið frá þeirri kröfu
þar sem töluverður fjöldi gripa var frá bæjum án skýrslna, og einnig að litlu nákvæmari
upplýsingar fengust um gripina hjá mörgum skýrsluhöldurum. Alls voru skoðaðir og metnir
265 gripir frá 85 bæjum, 27 á Norðurlandi, 8 á Vesturlandi og 50 á Suðurlandi. Gripirnir
skiptust þannig á sláturhúsin að á Húsavík voru drepnir 22, Akureyri 78, Lóni 9, Borgarnesi 5,
Selfossi 70 og á Hellu 81.
GRLPIRNIR OG UPPELDIÐ
í 2. og 3. töflu eru gefnar ýmsar tölulegar upplýsingar, þar sem skipt er eftir landshlutum, þ.e.
annars vegar Norðurland og hins vegar Suður- og Vesturland saman.
2. tafla. Skipting eftir kynjum og stofnum.
Alls Naut Kvígur Uxar Islenskir Holda- blendingar
Norðurland 109 81 8 20 96 13
Suður- og Vesturland 156 76 35 45 136 20
Samtals 265 157 43 65 232 33
Alls komu 192 gripir frá skýrslubæjum, álíka margir úr hvorum landshluta. Eru það
rúmlega 72% af heildinni. Hins vegar fengust ekki ættemisupplýsingar um nema 122 gripi og
þar af leiðandi er ljóst að upplýsingar urn aldur hópsins í heild er ónákvæmur. Samkvæmt
þeim upplýsingum sem gefnar voru reiknaðist meðalaldur allra gripa 24,4 mánuðir. Þeir
reyndust vera heldur yngri á Norðurlandi, eða 23,8 mán. á móti 24,9 mán. á Suður- og Vestur-
landi. Meðalaldur þeirra gripa sem höfðu skráðan fæðingardag var 24,5 mán., eða nánast sá
sami og hópsins alls. Aldurssveiflan var mikil, eða frá 13 mán. upp í 39 mán. Naut voru að
meðaltali 23,5 mán. gömul, kvígur 26,8 mán. og uxar 25,0 mán. Lítill munur var á meðalaldri
íslenskra gripa og blendinga.