Ráðunautafundur - 20.02.1996, Blaðsíða 125
117
samsvarar 150 kg/dag. Beringspuntur fylgir á eftir með 117 kg/dag, aðrar tegundir bæta við
sig undir 100 kg/dag, Fylking minnst, aðeins 64 kg/dag.
Guðni Þorvaldsson og Hólmgeir Björnsson (1990) fundu í samantekt margra tilrauna
nokkru minni sprettuhraða, en vallarfoxgras spratt einnig örast og beringspuntur þar á eftir.
Sprettuhraði, metinn í margra ára vallartilraunum, er annars vandtúlkaður eiginleiki því alla-
jafna er sláttutími 1. sláttar samþættur því hvenær og jafnvel hvort 2. sláttur er sleginn. Eftir-
hrifin geta truflað niðurstöðurnar til ofmats vaxtarhraða eins og kemur m.a. fram hjá Ríkharð
Brynjólfssyni (1994). I eins árs tilraunum fann Ríkharð Brynjólfsson (1990) að uppskera óx
um aðeins um 68 kg/dag (meðaltal 64 sprettutímabila) en 84 kg/dag ef sleppt var nokkrum
afbrigðilegum tölum.
Háaruppskera er að sjálfsögðu háð sláttutíma. Fylking og beringspuntur hafa greinilega
mesta hæfileika til endurvaxtar þegar seint er slegið. Heildaruppskera er að jafnaði því meiri
sem fyrri sláttur er sleginn seinna. Mestu munar í vallarfoxgrasi, en heildaruppskera þess er 35
hkg/ha meiri við síðasta en fyrsta sláttutíma. Beringspunturinn kemur þar næstur, en uppskera
„snarrótar“ er næst því að vera óháð sláttutíma 1. sláttar.
ORKUGILDI OG UPPSKERA í FÓÐUREININGUM
Meltanleiki uppskeru allra reita í 1. slætti var mældur með sellulasa. Meðaltöl yfir árin þrjú
eru í 5. töflu, eingöngu flokkað eftir sláttutímum, enda voru áhrif hinna þáttanna ýmist engin
eða óveruleg borin við áhrif sláttutímans. Almennt var þó meltanleiki ívið hærri við stærri
áburðarskammta og seinni áburðartíma, sem er í samræmi við fyrri niðurstöður (Hólmgeir
Björnsson og Jónatan Hermannsson 1987, Ríkharð Brynjólfsson 1990a).
Túnvingulli sker sig nokkuð úr með lágan meltanleika við sláttutíma 1, en við sláttutíma
3 bera sveifgrasstofnarnir nokkuð af. Lækkun meltanleika er langmest hjá vallarfoxgrasinu,
eða um 17 prósentustig á tímabilinu, eða 0,6 einingar á dag. Sveifgras og túnvingull lækka
minnst, eða um 0,22-0,35 einingar á dag; það breytir þó ekki því að túnvingullin er einnig
lakastur á þennan mælikvarða við sláttutíma 3.
Meltanleikafall vallarfoxgrassins hefur áður mælst mun hraðara en annarra tegunda,
enda er líffræði þess mjög sérstök. Fall það sem hér mælist er þó miklu meira en fram kemur í
samantekt Hólmgeirs Björnssonar og Jónatans Hermannssonar (1987) og Guðna Þorvalds-
sonar og Hólmgeirs Hjörnssonar (1990), en þeir finna nær helmingi lægra fall vallarfoxgrass
en fail annarra tegunda er svipað. Fram hefur komið að meltanleikaákvörðun vallarfoxgrass
með sellulasa sýnir annað samband við in vitro mælingar en aðrar tegundir. Líklegt má telja