Ráðunautafundur - 20.02.1996, Blaðsíða 193
185
flokki var útreiknað meðalverð á hvert kg 376 kr fyrir ull af ám sem rúnar voru í mars og 388
kr fyrir ull af ám sem rúnar voru í apríl. Munur á uliarmagni miiii fóðurflokka skiiaði hlut-
fallslega meiri verðmætum í ull eftir kindina en munur á verði milli rúningstíma.
7. tafla. Niðurstöður ullarmats á haustull eftir tilraunatlokkum, ásamt meðalverði á kg af óhreinni ull og
meðalverðmæti ullar eftir hverja kind.
Rúið 2. mars kg % Rúið 5. apríl kg % Hey kg % Hey+fiskimjöl kg %
Fjöldi 30 27 27 30
I. flokkur 22 39 . 29 54 22 44 29 48
II. tlokkur 33 58 22 41 26 . 52 29 48
III. flokkur 2 3 2,5 5 2 4 2,5 4
Samtals 57 100 53,5 100 50 100 60,5 100
Meðalverð, kr/kg 365 373 368 373
Verðmæti. kr/kind 694 740 681 752
Frjósemi, vanhöld og þungi lamba
Meðalfrjósemi ánna í tiirauninni var 1,7 lömb eftir ána; þrevetlur áttu 1,9 iömb að meðaltali
og tvævetiur 1,5 lömb. Ein ær var geld. Fædd lömb voru 108 og til nytja kom 101 lamb, þar af
voru þrjú undanvillt eða móðurlaus þannig að 98 lömb komu til uppgjörs á haustþunga.
Enginn munur kom fram á frjósemi eða vanhöldum milli tilraunaflokka. Þungi lamba við
fæðingu og að hausti er sýndur í 8. töflu. Uppgjör á fæðingarþunga miðaðist við lömb undan
ám sem báru á réttu tali (u.þ.b. viku af maí) og voru á tilraunafóðri þar til nokkrum dögum
fyrir burð.
8. tafla. Fæðingarþungi lamha og lifandi þungi lamba í september eftir tilraunahópum, ásamt staðal-
skekkju mismunar á meðaltölum. Fæðingarþungi er leiðréttur fyrir kyni, fjölda og aldri móður; haustþungi
er leiðréttur fyrir kyni, fjölda og aldri lambs.
Fæðingarþungi, kg (n=77°) Haustþungi, kg (n=98)
Flokkur Rúið mars Rúið apríl Meðaltal Rúið mars Rúið apríl Meðaltal
Hey 3,85 4,09 3,97 38,18 38,14 38,16
Hey + fiskimjöl 4,22 4,16 4,19 41,59 38,83 40,21
Meðaltal 4,04 4,13 4,08 39,88 38,49 39,19
Staðalskekkja mismunar 0,16 0,50
I) Eingöngu lömb undan ám sem báru á réttu tali í byrjun maí.
Munur á þungatölum kemur aðallega fram sem samspilsáhrif milli fóðurflokka og
rúningstíma og eru meðaltöl allra hópa því birt í 8. töflu ásamt jaðarmeðaltölum. Heyærnar
sem rúnar voru í mars skáru sig úr með léttustu lömbin við fæðingu en aðrir flokkar voru