Ráðunautafundur - 20.02.1996, Blaðsíða 111
103
við jurtirnar sem voru undir honum. Þykkari dúkurinn var aðeins notaður í eitt ár, hugsanlega
yrði hann líka of gisinn eftir tveggja eða fleiri ára notkun. Larsen (1987) telur að með trefja-
dúk megi verjast skordýrum sem séu stærri en 1-1,5 mm. Ráðlegt er að fara að eftirtöldum
reglum, ef nota á trefjadúk til að verjast kálflugu:
- Dúkurinn þarf að vera svo þéttur að kálflugur komist ekki í gegnum hann. Öruggast
er að hann sé þykkur, t.d. 25 g/m2 að þyngd.
- Nauðsynlegt er að ganga þannig frá jöðrum dúksins að kálflugur komist ekki undir
hann.
- Það mega ekki vera kálflugupúpur í jörðinni undir dúknum. Larsen (1987) segir að til
að losna við kálflugupúpur úr jarðvegi, þar sem jurtir af krossblómaætt hafa verið
ræktaðar, megi ekki rækta jurtir af þeirri ætt í landinu í 2-3 ár.
- Guðmundur Halldórsson (1989) fann að varp kálflugunnar á Islandi fer fram í seinni
hluta júní og í júlí, en hún verpir lítið í ágústmánuði. Nauðsynlegt er að hafa trefja-
dúkinn yfir plöntunum allan varptímann.
GRÓÐURHLÍFAR OG UMHVERFISMÁL
Trefjadúkur og plast eru aðallega gerð úr olíu eða jarðgasi, hráefnum sem ekki endurnýjast og
erfitt er að endurnýta. Ef unnt er að brenna gróðurhlífar að lokinni notkun og hafa fullt gagn af
orkunni, má segja að framleiðsla og notkun á plastinu hafi aðeins verið millileikur, frá olíu
eða gasi til orkuframleiðslu, millileikur sem að vísu hefur kostað einhverja orku.
Ef trefjadúkur eða plast eru brennd við opinn eld, þ.e. frekar lágt hitastig, myndast
hættuleg eiturefni, svonefnd díoxín. Þess vegna er nauðsynlegt að brenna gróðurhlífarnar við
háan hita. Reynt hefur verið að endurnýta efnin sem eru í gróðurhlífunum, en það spillir fyrir
endurnýtingu að gróðurhlífarnar eru ætíð skítugar eftir notkun. Það er ekki vafi á því að helsta
vandamálið við notkun gróðurhlífa er að losna við notað plast eða trefjadúka á sómasamlegan
hátt.
HEIMILDIR
Aamlid, Kaare, 1987. Lær S dyrke grdnnsaker. Det norske hageselskap, Oslo, 144 bls.
Ágæti, 1995. Verðlisti frá 26. september.
Balvoll, G., Apeland, J. og Auranaune, J., 1976. Kjemisk samansetnad og organoleptisk kvalitet hjá gulrot frá
Spr- og Nord-Norge. Forskn. og fors. i landbr. 27: 327-337.
Bjelland, Ola og Balvoll Gudmund, 1976. Gr0nnsakdyrking pá friland. Landbruksforlaget, Oslo, 293 bls.
Einar E. Gfslason, 1984. Plastgróðurhús. Ráðunautafundurl984: 227-231.
Gróðurvörur sf., 1995. Munnleg heimild um verð á piasti og trefjadúk.
Guðmundur Halldórsson, 1989. Kálflugan og vamir gegn henni. Fjölrit RALA nr. 134, 65 bls.