Ráðunautafundur - 20.02.1996, Blaðsíða 219
211
og hugsanlegra skráðra mistaka voru viðkomandi kýr ekki teknar með við keyrslu gagna á
tímabilinu.
Engin samspilsáhrif voru marktæk. Breytileikinn í gagnasafninu er hins vegar mikill en
3. tafla færir upp meðaltal hinna ýmsu breyta sem skoðaðar voru ásamt hæsta og lægsta gildi
viðeigandi breytu.
3. tatla. Meðaltal ásamt hæsta og lægsta gildi hinna ýmsu breyta úr tilrauninni.
Breyta Meðaltal Minnst Mest Breyta Meðaltal Minnst Mest
Kjarnf.át, kg þe 1,7 0,0 5,2 Þungi, kg 442 344 541
Heyát, kg þe 9,6 6,6 14,0 Brj.ummál, cm 180 162 197
Át alls, kg þe 11,4 6,6 17,4 Holdastig 2,6 1,0 4,0
Heyát/100 kg þunga 2,2 1,7 2,7 Melt.pr. jafnv.* (g) 774 232 1571
FE jafnvægi* -0,1 -1,9 2,2 AAT jafnvægi* (g) 206 -41 490
FEm jafnvægi* -0,3 -2,2 1,7 PBV jafnvægi* (g) 377 156 683
Nyt, kg/dag 12,3 3,8 23,9 Þvagefni mmól/1 6,5 1,9 11,9
* Með jafnvægi er átt við: Át - þarfir til viðhalds - þarfir til framleiðslu.
Tilraun var framkvæmd á Möðruvöllum þar sem áhrif vallarfoxgrass, vallarsveifgrass og
snarrótar á át og afurðir mjólkurkúa var kannað (Þóroddur Sveinsson og Gunnar Ríkharðsson
1995). í þeirri tilraun kemur m.a. fram að meðalheyát á snarrótinni var 11,3 kg þe sem er
talsvert hærra en hér er mælt. Orkugildi snarrótarinnar þar er þó svipuð orkugildi snemm-
sleginnar snarrótar hér. Kjarnfóðurgjöfin er að meðaltali 0,5 kg hærri á dag í þessari tilraun en
aukin hlutdeild kjarnfóðurs í fóðurskammti minnkar gróffóðurát. Hversu mikil minnkun það
verður er m.a. háð gæðum gróffóðursins (Aron A. Bondi 1987). Jafnframt er hlutdeild 1. kálfs
kvíga í þessari tilraun stærri, hér eru þær 9 af 15 (60%) en í grastegundatilrauninni voru þær 3
af 18 (17%). Fyrsta kálfs kvígur éta að jafnaði minna en eldri kýr (Gunnar Ríkharðsson 1995).
í þessari tilraun er lengra liðið frá burði kúnna samanborið við hina tilraunina, 24 vikur hér og
16 vikur þar. Þá eru þarfirnar meiri fyrr á mjaltaskeiðinu sem kýrnar leitast við að fylla með
auknu áti.
Samkvæmt töllunni er heyát kúnna mikið og fer allt upp í 14 kg þe á dag. Sé litið á
heyát í kg þe fyrir hver 100 kg þunga er meðaltalið 2,17. I tilrauninni á Möðruvöllum var
heyátið 2,5 kg þe/100 kg lífþunga að jafnaði og 2,4 kg þe/100 kg lífþunga fyrir snarrótina. Á
Stóra Ármóti var heyátið 2,1-2,3 kg þe / 100 kg lífþunga. Þessar tölur eru nokkuð svipaðar og
allar yfir 2,0 kg þe. Norðmenn miða hins vegar við 1,5-2,0 kg þe gróffóðurs á hver 100 kg
(Fóðrun nautgripa, HFE6 1992).