Ráðunautafundur - 20.02.1996, Blaðsíða 171
163
kanna hvort hafa megi áhrif á át ánna úr gjafagrindinni með mistíðri endurnýjun, og þ.a.l.
mismiklum ferskleika fóðursins. Vigtun og sýnataka úr heyi, og vigtun og holdastigun áa er
með sama hætti og í athuguninni veturinn 1994-95, og vísast til þeirrar lýsingar. Leitast hefur
verið við að gefa tilraunahópunum hey af sambærilegum gæðum á hverjum tíma, en efna-
greiningar liggja ekki fyrir ennþá.
Niðurstöður
Heyát. Þar sem tilraunin er enn í fullum gangi er látið nægja að birta einföld meðaltöl um
heyát það sem af er, án frekari tölfræðikúnsta (6. tafla). At ánna hefur verið mest við grind 2
en ærnar við grind 1 hafa étið álíka mikið og ærnar við garðann. Ekki er teljandi munur á
moð- og slæðingshlutfalli milli grindahópanna, en moðið úr garðanum er það mikið að í
heildina er úrgangurinn þar hvað mestur.
6. tafla. Heyát, moð- og slæðingshlutfall í Hvanneyrartilraun 1. des. ’95 - 8. des. ’96.
Garði Grind 1 Éta upp Grind 2 Endurnýjað oftar
Át, kg þe./kind/dag 1,35 1,38 1,67
Slæðingur, % af gefnu heyi 0,2 3,5 3,9
Moð, % af gefnu heyi 9,6 3,3 3,7
Þunga- og holdabreytingar. Ærnar við grind 2 skera sig frá ánum í hinum hópunum hvað
varðar þungaaukningu (7. tafla). Það skilar sér hins vegar ekki í holdastigunum, enda er þess
vart að vænta vegna þess hve stutt tímabil er um að ræða.
7. tafla. Þunga- og holdabreytingar áa í tilraun á Hvanneyri á tímabilinu 29. nóv. ’95 - 10. jan. ’96.
Meðaltölin eru leiðrétt fyrir áhrifum holda og þunga við upphaf fóðrunartímabila, og aldri ánna.
Þungabreytingar Holdabreytingar
Meðal- Staðal- Meðal- Staðal-
Flokkar tal skekkja P-gildi tal skekkja P-gildi
Garði 0,09 0,023
Grind 1 — éta upp 0,36 0,38 0,00’" 0,040 0,015 0,45tM
Grind 2 — tíðari endurnýjun 2,13 0,012