Ráðunautafundur - 20.02.1996, Blaðsíða 230
222
Kýrnar voru einstaklingsfóðraðar og var át á gróffóðri mælt 5 daga vikunnar en át á
kjarnfóðri alla daga. Kýrnar fengu votfóðrið (vothey eða kál) um kl. 10 á morgnana og fengu
að éta af því að vild fram til kl. 17 en þá var vigtað frá þeim og þurrhey gefið. Þurrheyið fengu
kýrnar svo að éta að vild fram til kl. 9 næsta morgun, en þá var vigtað frá þeim. Kjarnfóður
var gefið fjórum sinnurn á dag, kl. 7, 12, 17 og 22. Þegar skipt var urn gróffóðurtegund voru
tegundirnar gefnar í bland í 4 daga en þegar skipt var um kjarnfóður var 10 daga aðlögun.
Kjarnfóðurgjöf var ákveðin skv. nyt og áætluðu heyáti í byrjun tilraunarinnar (sjá 1. töflu) en
minnkaði síðan urn 0,25 kg á viku eftir það. Orkugiidi kjarnfóðurs var áætlað út frá efnagrein-
ingum og töflugildum varðandi meltanleika hráefnanna sem notuð voru í blönduna en orku-
gildi gróffóðursins var reiknað út frá mældum meltanleika in vitro skv:
FE/kg þe = 0,0152 x meltanl.% - 0,34 og FEm/kg þe = 0,0149 x meltanl. % - 0,24
Mœlingar og tölfrœði
Nyt var mæld 3 daga í hverri viku (mið-fim-fös) og mjólkursýni tekin bæði kvölds og
morgna og mæld aðskilin. Kýrnar voru vigtaðar einu sinni í viku.
Orku og próteinþarfír voru reiknaðar skv. líkingum sem birtar hafa verið í tengslum við
ný fóðurmatskerfi. Til að staðla mjólkurmagn m.t.t. orkuinnihalds var notuð líkingin:
Orkuleiðrétt mjólk (OLM) kg = mjólk kg x (0,25 + 0,122 x fitu% + 0,077 x prótein%)
Við útreikninga á verði mjólkur til framleiðenda var notuð líkingin:
Kr/kg = 25,79 + 1,793 x fitu% + 6,467 x prótein%
í þessari jöfnu er gert ráð fyrir að grundvailarverð sé 54,76 kr; beingreiðsla 25,79 og afurða-
stöðvaverð 28.97. Vægi próteins er 0,75 og fitu 0,25 og grundvallarmjólkin er með 4,04% fitu
og 3,36% prótein.
Til mælinga á fitusýrum í mjólk voru tekin 18 sýni úr 9 kúm (sjá 1. töflu). Hver kýr var
á sama gróffóðri í bæði skiptin en á sitt hvorri kjarnfóðurtegund. Sýnin voru fryst og síðan
mæld á rannsóknastofu Lýsis hf. Við mælinguna voru sýnin skilin í skilvindu og rjóminn
fleyttur ofan af. Þríglyseríðum var sundrað og fitusýrur metyleraðar með NaOH og BFr
CI I iOH. Að lokum voru metylesterar dregnir út í hexan og sprautað inn í gasgreini af gerðinni
HP 5890 II með FID-nema. Notuð var HP-5 súla (25m - 0,2mm - 0,33 pm) með vetni sem
burðargas.
Við uppgjör á gögnurn varðandi át og framleiðslu gripa voru notaðar mælingar frá
síðustu 10 dögum hvers tímabils. Hjá hverjum grip á hverju tímabili er því um að ræða 12
mælingar á nyt og efnainnihaldi mjólkur (kvölds og morgna í 6 daga) og mælingar á áti í 8