Ráðunautafundur - 20.02.1996, Blaðsíða 67
59
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1996
Girðingar - kostnaður, efni og aðferðir
Lárus Pétursson
Rannsóknastofriun landbúnaðarins, bútœknideild, Hvanneyri
INNGANGUR
Árlega er verulegum fjármunum varið til girðinga, bæði til uppsetningar nýrra girðinga og
einnig til viðhalds, eftirlits og reksturs eldri girðinga. Það er því talsvert í húfi að vel takist til
þegar ákvarðanir eru teknar um hvernig girðing eigi við hverju sinni.
Á bútæknideild Rala er nú unnið að rannsóknaverkefni er varðar tækni við landvörslu
og beitarstjórnun, einkum rafgirðingar. Verkefnið er samstarfsverkefni, styrkt af Framleiðni-
sjóði, og auk Rannsóknastofnunar landbúnaðarins eiga nú þegar aðild að því; Landgræðsla
ríkisins, Vegagerð ríkisins og Bændasamtök íslands, og vonandi eiga fleiri eftir að bætast í
hópinn. I verkefninu felst meðal annars; að gera tæknilegan samanburð á mismunandi gerðum
girðinga, og gera samanburð á aðföngum til girðinga er taka til kostnaðar-, vinnu- og um-
hverfisþátta. Jafnframt að prófa með skipulegum hætti notagildi, styrk, eðlis- og efniseigin-
leika girðingarefnis, og þróa til þess tækni og aðferðir.
Útbreiðsla rafgirðinga hefur aukist talsvert undanfarin ár, ekki síst vegna þess að ýmsir
opinberir aðilar, sem girða mikið, hafa í vaxandi mæli notfært sér þessa tækni í þeim tilgangi
að lágmarka kostnað við uppsetningu, eftirlit og viðhald girðinga sinna. Má þar t.d. nefna
Landgræðslu ríkisins, Skógrækt ríkisins og Vegagerð ríkisins.
VINNUMÆLINGAR
Sumarið 1982 voru gerðar vinnumælingar við uppsetningu 5,2 km rafgirðingar og 420 m net-/
gaddavírsgirðingar á Eyvindarstaðaheiði. Niðurstöður þeirra mælinga hafa áður verið birtar,
en voru í grófum dráttum þær að vinna var um 32 klst/km við uppsetningu rafgirðinga og um
77 klst/km við uppsetningu hefðbundinna girðinga. Þessar niðurstöður hafa síðan verið hafðar
til viðmiðunar að teknu tilliti til þeirra aðstæðna sem við eiga hverju sinni.
Á síðasta ári kom á markað ný gerð rafgirðingastaura, sem eru íslensk uppfinning og
framleiðsla, framleiddir úr endurunnum plastefnum, aðallega gömlum veiðarfærum en að
hluta rúlluplasti. Hönnun þessara staura er að ýmsu leyti frábrugðin því sem áður þekktist, og