Ráðunautafundur - 20.02.1996, Blaðsíða 71
63
festa net og vír á staura og renglur og 64,0% fóru í að draga út net og gaddavír, reka niður
staura, setja niður og staga hornstaura, strekkja net og vír, og festa á hornstaurana.
KOSTNAÐUR
Spurningar um kostnaðinn brenna stöðugt á vörum. Hvað kostar að girða rafgirðingu? Hvað
kostai' að girða hefðbundna girðingu? í hverju liggur munurinn?
í framhaldi af vinnuathugunum var farið ofan í saumana á kostnaðinum og til urðu þær
niðurstöður sem hér er greint frá. Tekinn er saman stofnkostnaður á hvern km fyrir mismun-
andi gerðir girðinga miðað við verðlag í desember 1995. Um er að ræða þrjár gerðir hefðbund-
inna girðinga og þrjár gerðir rafgirðinga. Mikilvægt er að forsendur séu skýrar og verður reynt
að gera grein fyrir þeim í grófum dráttum hér á eftir.
I netgirðingum er reiknað með fimm strengja neti, einum gaddavírsstreng undir og
einum yfír, síðan er annars vegar miðað við að nota tréstaura og hins vegar járnstaura. Gadda-
vírsgirðingin er með sex strengi af gaddavír og tréstaura. Miðað er við að hafa 8 m á milli
staura og eina trérenglu, bæði í járnstaura- og tréstauragirðingum.
I rafgirðingar eru áætlaðir 5 strengir úr þanvír. Gefnir eru þrír möguleikar í stauravali: a)
venjuiegir tréstaurar, 20 m bil og ein harðviðarrengla, b) harðviðarstaurar, 30 m bil og tvær
renglur, c) plaststaurar („Girðir“ II - m/plastfæti), 30 m bil og tvær renglur.
Vinna við uppsetningu net-/gaddavírsgirðingar er áætluð 50 klst/km sem er um helmingi
minni tími en hefur verið miðað við í Handbók bænda. Á móti kemur að vélavinna er áætluð
20 klst sem er mun meira en áður hefur verið gert. Vinna við rafgirðingar er áætluð 32 klst/km
ef notaðir eru tréstaurar, en 25 klst ef notaðir eru plaststaurar. Allar þessar viðmiðanir eru
byggðar á niðurstöðum vinnumælinga sem fjallað var um hér að framan. Vinnulaun eru miðuð
við jafnaðarkaup, 1.000 kr/klst og vélavinna 2.000 kr/klst.
Annar kostnaður er metinn gróflega, enda forsendur og aðstæður mjög breytilegar. Þar
er t.d. verið að tala um flutning á efni, jöfnun lands á girðingarstæði, akstur og ýmsa vinnu við
undirbúning framkvæmda, svo sem útvegun efnis og gerð efnis- og kostnaðaráætlana. Mögu-
leikar á að meta þennan lið af mikilli nákvæmni eru afar litlir og oft hefur verið valin sú leið í
kostnaðarútreikningum að greina einungis frá því í texta að gera þurfi ráð fyrir viðbótarkostn-
aði vegna þessara atriða. Þær krónutölur sem birtar eru virðast hins vegar hafa tilhneigingu til
þess að festast í hugum manna sem raunverulegar lokatölur, og því er hér valin sú leið að
skjóta krónutölu inn í lokaupphæðina í trausti þess að sú upphæð sem hent er á lofti verði
eitthvað nær raunveruleikanum en ella.