Ráðunautafundur - 20.02.1996, Blaðsíða 154
146
Sýnin voru tekin þannig að bor var stungið inn í horn rúllunnar og borað skáhallt inn að miðju
hennar, einn borkjarni í hvert skipti. Eftir sýnatökuna var límt fyrir gatið og reynt var að dreifa
sýnatökunni sem víðast um baggann. Heyið úr rúllunum var síðan gefið í september, október
og nóvember, grænfóðrið fyrst. Sýnin voru geymd í plastpoka í frysti fram yfir áramót og þá
efnagreind. Yfirlit yfir mælingar sem gerðar voru á sýnunum er dregið fram í 2. töflu. Þurr-
efni, sýrustig, steinefni og meltanleiki (in vitro) var mælt með aðferðum Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins. Ammoníak, etanól og lífrænar sýrur í vökva voru mældar eftir að 10 g
heysýni hafði legið í 100 ml af vatni í sólarhring. Ammoníakbundið köfnunarefni var mælt
með Kjeldalaðferð, etanól með hvataaðferð (Boehringer Mannheim 1996), en sýrurnar voru
mældar í háþrýstivökvagreini (HPLC) með endurbættri aðferð Siegfried et al. 1984. Með
vökvagreininum tókst að mæla eftirtaldar sýrur: Sítrónusýru, vínsýru, pýrusýru, eplasýru,
malónsýru, shikimiksýru, rafsýru, mjólkursýru, maurasýru, fúmarsýru, ediksýru, própíónsýru,
smjörsýru og isóvalerínsýru, en þær eru hér taldar upp í þeirri röð sem þær komu fram á
rófinu. Vínsýru, rafsýru, smjörsýru og ísóvalerínsýru er sleppt úr uppgjörinu vegna þess að
lítið sem ekkert fannst af þeim í sýnunum. Einnig reyndist erfitt að aðgreina eplasýru og
malónsýru, og er tölugildum fyrir malónsýru því einnig sleppt.
2. talla. Yfirlit yfir mælingar á sýnum úr rúllu- og grænfóðurheyi.
Mæling Við slátt Við hirðingu 1 Dagar frá hirðingu 2 3 4 5 6 7 Við gjöf
Meltanleiki X X X X
Prótein X X
Þurrefni X X
pH X X X
Ntfi X X X
Etanól X X X XXX X X X
Lífrænar sýrur X X X XXX X X X
í viðbót við þær mælingar sem gerðar voru á rúllum frá sumrinu 1994 var mældur
koltvísýringur í tveimur rúllum sumarið 1995. Voru mælingar gerðar á rýgresisrúllu sem
pakkað var 31. ágúst í 12°C hita, og á uppslætti sem var pakkað 7. september við 10°C. Var
mælingin framkvæmd með því að stinga mælistaut inn í baggann og sjúga ákveðið loftmagn
gegnum stautinn (Dráger-Tube Handbook 1994). Voru þessar mælingar gerðar með nokkurra
klukkustunda millibili til að fylgjast með uppsöfnun koltvísýrings í rúllunum, en eftir
skamman tíma fór magnið út fyrir mælisvið stautanna. Aðferðin gaf aðeins möguleika á að
fylgjast með koltvísýringnum upp að 50% að rúmmáli.