Ráðunautafundur - 20.02.1996, Blaðsíða 281
273
Fóðrun kúnna
Upphaflegar hugmyndir varðandi framkvæmd þessa verkefnis voru þær að gróffóður yrði
mælt í hvern einstakan grip, notað yrði hágæða gróffóður og að gripirnir fengju að éta af því
eins og þeir mögulega gætu. Segja má að í framkvæmdinni hafi ekkert af þessum atriðum
gengið eftir.
f fyrsta lagi treystu Færeyingar sér ekki til að vigta hey í einstaka gripi en létu þess í stað
nægja að vigta daglegt heildarmagn fyrir hvorn hóp fyrir sig og síðan var reynt að dreifa því
sem jafnast á gripina. í öðru lagi hefur komið fram hér á undan að gæði gróffóðursins sem
notað var voru ekki þau sem kokhraustir íslendingar höfðu sagt Færeyingum að auðvelt yrði
að ná á íslandi og þegar áætlun um kjarnfóðurgjöfina var skipulögð. í þriðja lagi voru síðan
skráðar gróffóðurieyfar frá kúnum sáralitlar og nánast engar, en í fóðrunartilraunum hérlendis
höfum við oft miðað við að leyfar séu um 10% af gjöf svo tryggt sé að gripir fái að éta að vild.
Sennilega er sú fóðrunaraðferð að láta gripi „standa í heyi“ þó jafn fjarlæg Færeyingum í dag
eins og hún var og er íslenskum bændum á harðindatímum, þegar farið er sem sparlegast með
hey. Innréttingar í fjósinu á Royndarstöðinni hentuðu illa við fóðrun á svo grófu heyi eins og
raun bar vitni og vildu kýr slæða inn í básana en reynt var að mæta því með því að gefa
þurrheyið fjórum sinnum á dag.
Þeir annmarkar sem hér hafa verið taldir upp rýra að sjálfsögðu niðurstöður þessa verk-
efnis samanborið við upphaflegar hugmyndir, en ættu ekki að gera samanburð á þessum tveim
kúakynjum neitt veikari, hann er aðeins gerður við aðrar fóðrunariegar aðstæður en ætlað var.
8. tafla. Þungi gripanna og magn næringarefna í heildarfóðri kúnna fyrstu 24 vikur mjaltaskeiðsins.
ISL NRF P-gildi kyn Mismunur eining % Meðal- tal Staðal- skekkja
Þurrefni í fóðri % 57,0 54,6 0,00 *** -2,4 -4,1 55,8 0,21
í þe heildarfóðurs
FE 0,79 0,79 0,41 0,01 0,7 0,79 0,005
FEm 0,85 0,85 0,52 0,00 0,4 0,85 0,004
Prótein, % 13,4 13,6 0,37 0,19 1,4 13,5 0,143
AAT, g/FE 110 109 0,61 -0,8 -0,7 109 1,077
AAT, g/FEm 102 102 0,73 -0,5 -0,5 102 1,003
PBV, g/d -126 -117 0,17 8,7 -6,9 -121 4,313
Ca, % 0,70 0,72 0,53 0,03 3,8 0,71 0,029
P. % 0,51 0,52 0,54 0,02 3,3 0,51 0,019
Mg, % 0,23 ' 0,24 0,24 0,01 2,4 0,24 0,003
Þungi kúa
Kg 346 416 0,00 *** 70 20,3 381 9,9
Kg0,75 80,3 91,7 0,00 *** 11,4 14,2 86,0 1,7