Ráðunautafundur - 20.02.1996, Blaðsíða 76
68
þekkingar á eðli þeirra og eiginleikum. Rafgirðingar eiga alls ekki alltaf við, og má nefna að í
kringum staði þar sem umferð fólks er mikil, ekki síst þar sem börn eiga í hiut, er hæpið að
setja upp rafgirðingu. Þó að ekki eigi að vera hættulegt að fá í sig eitt högg frá girðingunni þá
er stöðug snerting við hana lífshættuleg, og eru dæmi þess að hross og kindur hafi drepist á
skömmum tíma eftir að hafa flækt sig í rafgirðingu.
Það vandmál sem líklega er stærst og erfiðast við notkun rafgirðinga eru símatruflanir.
Vandamál þess eðlis hafa víða komið upp og gengið mjög misjafnlega að leysa. Eru dæmi
þess að girðingar hafi staðið árum saman án þess að tekist hafi að leysa slíkan vanda. Til þess
að komast hjá slíku er mikilvægt að fara vandlega eftir settum reglum og hafa samráð við þá
aðila sem við eiga hverju sinni ef girða þarf nálægt jarðstrengjum eða loftlínum.
Það sem orsakar flest vandamál við rafgirðingar, t.d. oftar en ekki símatruflanir, er
rangur frágangur á jarðskauti girðinga, og óvandaður frágangur og tengingar. Hafi menn ekki
þá þekkingu sem þarf til þess að ganga rétt frá þessum hlutum er ástæða til að hvetja þá til
þess að afla sér upplýsinga áður en þeir vinna verkið, og auka þannig líkur á því að allt verði í
lagi. Það er örugglega heilladrýgra heldur en að klæma upp girðingu upp á von og óvon og
þurfa svo að eyða ómældum tíma og erfiði í að leita uppi og laga mistök, í vondu skapi og
undir svívirðingum frá nágrönnunum.
HEIMILDIR
Eggleston, D., Wolfgram, K. & Muegerl, G. (1988). Fence controller performance measured in miles of fence.
American Society of Agricultural Engineers. Paper no. 88-3507 (1988).
Gfsli Sverrisson. Spennugjafar fyrir ratgirðingar. Fjölritað kennsluefni á rafgirðinganámskeiðum, án ártals.
Grétar Einarsson & Ólafur Guðmundsson (1979). Rafgirðingar. Ráðunautafundur 1979(2); 154-157.
Grétar Einarsson (1983). Varanlegar rafgirðingar — Uppsetning, notagildi, kostnaður. Fjölrit RALA nr. 94.
Ragnar Eirfksson (1980). Rafgirðingar. Freyr76: 636-637.
Ragnar Eiríksson (1981). Rafgirðingar — Hugleiðingar uin kosti og galla og nokkrar ieiðbeiningar um hönnun
þeirra. Freyr 77(10); 383-389.
Slieldon, L.E. (1988). Experiences of an independent consultant concerning electric fencing. American Society of
Agricultural Engineers. Paper no. 88-3506 (1988).
Technical Publication Victoria (1987). Electric fence interference to telephone lines. TPV0393(E)LPC.
Wakefield, Harold R. (1984). Developments in eiectric fencing. Agricultural Electronics 1984(2); 577-582.
Weinreich, W. (1988). Joule rating of fence controllers. American Society of Agricultural Engineers. Paper no.
88-3508 (1988).