Ráðunautafundur - 20.02.1996, Blaðsíða 177
169
EFNI OG AÐFERÐIR
I tilraunina voru notuð 32 gimbrarlömb frá tilraunabúinu á Hesti, sem voru að meðaltali 33 kg
á fæti við upphaf tilraunarinnar 25. október. Viðmiðunarhóp með 8 gimbrum var slátrað 26.
október og hinum skipt í fjóra hópa með sex lömbum í hverjum hóp. Hóparnir voru fóðraðir á
þurrheyi (vailarsveifgras frá Stóra-Armóti), völsuðu byggi og pressukökumjöli í mismunandi
hlutföJlum, sjá 2. töílu. Samsetning fóðursins er sýnd í 1. töflu.
1. tafla. Þurret'ni og efnainnihald í þurrefni í tilraunafóðrinu.
Fóður Þe % Prótein % þe Fe/kg. þe Breytiorka MJ/kg þe AAT g/kg þe PBV g/kg þe
Þurrhey 85 12,8 0,76 10,0 86 -21
Valsað bvgg 86 10,4 1,23 13,3 111 -71
Pressukökumjöl 90 76,9 1,29 15,8 391 208
Fóðuráætlunin miðaðist við að öil Jömbin fengju sömu orku en var mismunað í AAT.
Köfnunarefnishlutfall í fóðrinu var jafnað út með þvagefni (urea) sem var blandað í kjarn-
fóðrið. Áætlaður dagvöxtur út frá fóðuráætlun var 130-140 g/dag. Lömbin voru einstaklings-
fóðruð allan tilraunatímann; fóður til og frá hverju lambi vigtað daglega og sýni af heyi og
fóðurleifum tekin. Lömbin voru vigtuð og holdastiguð vikulega á tilraunatímanum. Helmingi
gimbranna í hverjum fóðurflokki var slátrað 15 febrúar en hin fóðruð áfram til 12. apríl.
Lömbin voru vigtuð að morgni sJáturdags, flutt að sláturhúsi, rúin rétt fyrir slátrun og ullin
vigtuð.
2. tafla. Fóðuráætlun miðað við dagsgjöf fyrir lömbin í tilrauninni. Hópamerkingar eru magn af pressu-
kökumjöli og byggi í dagsgjöf.
Hópur Þurr- hey, g Pressuköku- mjöl, g Valsað bygg, g Þvag- efni, g Fe B.orka MJ AAT g PBV g
0:320 800 0 320 8 0,86 10,5 89 -10
30:285 800 30 285 5 0,86 10,5 96 -10
60:245 800 60 245 3 0,86 10,5 103 -10
90:210 800 90 210 0 0,86 10,5 110 -10
Lömbunum var slátrað í Afurðastöð KB í Borgarnesi. Við slátrun voru innyfli aðsldlin
og öll líffæri vigtuð; fita var aðskilin í netju, nýrmör og ristilfitu og vegin; meltingarfæri voru
tæmd og einstakir hlutar þeirra vigtaðir. Gærur, hausar og Jappir voru vigtuð. Tóm vigt var
reiknuð sem summa skrokks og allra líffæra eftir tæmingu meltingarfæra. Daginn eftir slátrun
voru skxokkarnir rnældir útvortis, skornir í sundur milli 12. og 13. rifs og hryggvöðvi og fita á