Ráðunautafundur - 20.02.1996, Blaðsíða 276
268
yrði einnig gott og hægt yrði að senda mjög gæðamikið hey til Færeyja. Svo reyndist þó ekki
verða, sumarið var afar erfitt til heyþurrkunar á Suðurlandi og heygæði með mjög svo lakara
móti svo megnið af heyinu sem notað var í tilrauninni var of seint slegið og slakt að gæðum.
Fóðrun á gróffóðrinu var þannig að íslensku kvígurnar fengu 8 kg/d af votheyi en þær
norsku 10 kg/d, báðir hóparnir fengu þurrhey að vild og síðan fékk hver gripur 1 kg/d af
graskögglum. Niðurstöður mælinga á gæðum heyjanna má sjá í 1. töflu en miðað var við að
niðurbrotsstuðull á próteini væri 60% í þurrheyinu og 80% í votheyinu.
1. tafla. Efnainnihald í gróffóöri oa reiknuö gildi fyrir orku, AAT og PBV.
ÞE % Meltanl. þe, % FEm /kg FE /kg Prótein % AAT gAg PBV g/kg Aska % Ca g/kg P g/kg Mg g/kg K g/kg Na g/kg
Vothey
Meðaltal 19,7 63,7 0,71 0,63 11,9 62,2 12,5 6,7 4,3 3,5 1,6 18,5 1.5
Hámark 24,0 73,0 0,85 0,77 15,1 72,1 41,0 9,6 6,3 4,5 2,4 26,7 3,9
Lágmark 15,8 50,0 0,51 0,42 8,3 47,6 -12,2 3,6 2,1 1,7 0,6 5,4 0,6
Þurrhey
Meðaltal 82,7 67,6 0,77 0,69 9,6 76,3 -35,8 6,2 2,6 2,6 1,6 14,1 0,6
Hámark 85,0 72,0 0,83 0,75 12,4 84,1 -22,1 7,7 3,0 3,2 1,9 21,5 0,8
Lágmark 81,6 61,0 0,67 0,59 8,7 69,2 -46,1 5,5 2,3 2,4 1,4 11,5 0,4
Helmingur af kvígum af hvoru kyni fékk íslenska fóðurblöndu (FB-19) en hinn
helmingurinn danska blöndu (MBM-19) og allar kvígurnar fengu 250 g/d af steinefnablöndu.
íslenska blandan, sem einnig var notuð á Stóra Ármóti og á Möðruvöllum, var framleidd hjá
Fóðurblöndunni hf. í Reykjavík og var „hefðbundin" íslensk blanda með 19% hrápróteini og
3% hertu lýsi og reiknaður niðurbrotsstuðull á próteini í henni er 50,9%. Gildi fyrir AAT,
PBV og fóðureiningar í íslensku blöndunni eru reiknuð gildi en ekki mæld en niðurbrot
próteins í blöndunum hefur ekki verið mælt.
Ekki er gefið upp nákvæmlega hvaða hráefni voru í dönsku blöndunni en tölur fyrir orku
og prótein (AAT og PBV) voru gefnar upp á pokunum og þau gildi voru notuð við útreikn-
inga. 1 byrjun apríl var byrjað að gefa kúnum á Royndarstöðinni 1 kg á dag af færeyskri
blönda sem kallast „Neytagrón frá Havsbrún" en sú blanda inniheldur um 70% fiskimjöl og
30% korn og kom það magn í stað sama magns af kjarnfóðurblöndunni. Var þetta gert til að
auka próteinfóðrun kúnna. Niðurbrotsstuðull á próteini í þessari blöndu reiknast um 42% en
miðað var við 55% niðurbrot á próteini í graskögglunum. Sýni til efnagreininga voru tekin af
blöndunum og eru niðurstöður þeirra mælinga í 2. töflu.