Ráðunautafundur - 20.02.1996, Blaðsíða 116
108
virðist lyfið Permasect gagnast illa, en mítlinum er hægt að halda niðri með Rogor, sem er
alhliða, kerfisvirkur skordýraeyðir úr flokki fósforsambanda. Notkun Rogors er þó ýmsum
annmörkum háð, og betri lausn þarf að finnast á þessu vandamáli.
TÚNAMÍTILL
Lýsing
Túnamítillinn er um 1,0 mm langur, dökkbrúnn með 8 ljósrauða fætur. Greinilegt einkenni
hans er að endaþarmurinn er baklægur og myndar ljósrauðan blett aftarlega á bakinu. Þegar
mítillinn er í miklu æti má stundum sjá saurdropa loða við dýrið á endaþarmsopinu á bakinu.
Munnlimirnir tveir eru stuttir og tenntir og notaðir til að skrapa upp yfirborð jurtanna þannig
að frumusafinn verði aðgengilegur dýrinu (Chada 1956).
Lífsferill
Úr egginu skríður sexfætt lirfa um 0,2 mm löng og eftir hamskipti breytist hún í 0,3-0,4 mm
áttfætta gyðlu. Gyðlustigin eru tvö og er síðari gyðlan 0,5-0,7 mm löng. Eftir gyðlustigin tvö
og hamskipti kemur fram fullvaxinn mítill, 1,0 mm langur (Haug 1989). Óljóst er hve langan
tíma lífsferill túnamítilsins tekur, en við góð skilyrði 10-14 vikur (Chada 1956, Narayan
1962), en við erfiðari skilyrði kannski 4-6 vikur (Haug 1992). Öll stigin eru dökkbrún, og öll
nærast þau á plöntum. Túnamítillinn verpir 2-15 eggjum á lífsferlinum í blaðslíður eða á
rætur jurta.
Útbreiðsla
Mítillinn Penthaleus major var ekki áður þekktur sem skaðvaldur að sumri en er algengur
víða á norður- og suðurhveli, til dæmis í Bandaríkjunum og Ástralíu, á milli 25. og 55.
breiddargráðu sem skaðvaldur á vetrarkorni að vetri, enda nefndur „Winter grain mite“. Það
er hins vegar nýtt að hann skuli vera meindýr norðar, eins og á Grænlandi, íslandi, Norður-
Noregi og Japan, á 66.-70. breiddargráðu, og valdi þá tjóni að sumrinu. Þetta kann að skapast
af því að hitastig að sumri á norðurhjara er líkt og að vetri sunnar og eru því skilyrðin svipuð
í báðum tilvikum. Túnamítillinn hefur fundist víða um land, en faraldrar eru tíðastir á
Norður- og Austurlandi, enda er hann þurrkkær svo sem fyrr greinir. Má segja að einkenni
mítlaskemmda hafi fundist í öllum sýslum á Norðurlandi. í Ástralíu er greinilegt að túna-
mítillinn er einungis þar sem úrkoma yfir vaxtartímann er lítil, undir 190-225 mm (Bishop
o.fl. 1991, Wallace og Mahon 1971). Ýmsir kynnu að halda að fjölgun hans hérlendis á
seinni árum kynni að tengjast því að hann hefði borist hingað nýlega, en ég tel engan vafa á