Ráðunautafundur - 20.02.1996, Blaðsíða 309
30J
Hagkvæmni af nýju mjólkurkúakyni í óbreyttri framleiðslustefnu mun að verulegu leyti
byggja á því hvort unnt reynist að nýta gróffóðrið til mjólkurframleiðslunnar með sama hætti
og nú er gert í íslenskri mjólkurframleiðslu. Það sýnist í raun forsenda þess að eitthvað fáist
upp í þann viðbótarkostnað sem breytingar samfara innflutningi hafa í för með sér. Takist það
hins vegar ekki og framleiðslan byggist á því að auka kjarnfóðurnotkun í réttu hlutfalli við
afurðaaukninguna mun hinn mikli afurðamunur sem innfluttu kýrnar hafa umfram þær ís-
lensku litlum eða engum tekjum skila til bóndans miðað við óbreytta ytri umgjörð fram-
leiðslunnar.
í 3. töflu er sett upp tilbúið dæmi um fóðurkostnað miðað við framleiðslu búreikninga-
búsins og gert ráð fyrir að afurðaaukningin sé svipuð og fram kemur í Færeyjatilrauninni.
Framleiðslukostnaður gróffóðurs sé kr 20,- FFm og fóðureiningin í kjarnfóðri kosti kr 37,-.
Tölur um hlutfall kjarnfóðurs og gróffóðurs eru teknar úr kúaskýrslunum fyrir árið 1994. Gert
er ráð fyrir að íslensku kýrnar eti 2,9% af líkamsþunga í þurrefni gróffóðurs, blendingar 2,7%
og hreinræktar innfluttar kýr 2,5%. Framleiðslumagni er haldið óbreyttu frá búreikningabúinu
árið 1994. Þá er gert ráð fyrir eilitlum blendingsþrótti.
Niðurstöðurnar eru þær að framleiðslukostnaður á hvert kg mjólkur fer hækkandi eftir
hlutdeild erlends erfðaefnis. Bústofnsfækkun og þar með minni uppeldiskostnaður verður því
að gera meira en að vega upp kostnaðinn vegna hugsanlegra breytinga á búskaparaðstöðu.
3. tafla. Fóðurkostnaður á kg mjólkur eftir bústærð. (Byggt á niður-
stöðum búreikninga 1994).
ísl. kýr Blendingar Hreinrækt
Framleiðsla, kg 91.300 91.300 91.300
Fjöldi árskúa 25,2 21,9 20,1
Áætl. ársafurðir 3.620 4.180 4.525
F.þörf á kú, Ffm 3.240 3.624 3.954
Hlutfall kjarnf. 15,0 20,1 23,8
Kg kjarnf. /1000 kg 134,8 173,4 208,4
Fóðurkostn., kr/kg mj. 20,35 20,30 21,10
Þó reynt verði að halda framleiðslustefnunni óbreyttri er líklegt að búum fækki a.m.k.
svo mikið að bústærð verði óbreytt frá því sem nú er og framleiðslan aukist sem nemur
afurðamismun kynjanna tveggja. Við núveraandi aðstæður er líklegt að kvótakaup verði allan
þann tíma sem hlutdeild hins erlenda kyns er að aukast. Það þýðir einnig meiri aukningu í
endurbótakostnaði en ef framleiðslunni er haldið óbreyttri.