Morgunblaðið - 01.12.2017, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 01.12.2017, Qupperneq 34
34 Jólablað Morgunblaðsins Ris a la mande: vegan, 4-5 skammtar Hollt og gott, líka um jólin. Galdurinn er að sjóða brúnu hrísgrjónin tvisvar og í seinna skiptið í kókos- mjólk. Berið ris a la mande fram með kirsuberjasósu lag- aðri úr niðursoðnum lífrænum kirsuberjum sem fást meðal annars í Heilsuhúsinu. Einnig er möguleiki á að panta bæði Ris a la mande og sósu í Yogafood. 4 dl stutt brún hrísgrjón 10 dl vatn 1 l kókosmjólk t.d. frá Rude Health ½ tsk. vanilluduft eða fræin úr einni vanillustöng og sjóða börkinn með ½ tsk. sjávarsalt/flögur hnífsoddur svartur pipar 4-5 msk. xylitol, milt hunang eða 5-7 dropar vanillustevía 200 g möndluflögur 2 dósir kókosmjólk (geyma í ísskáp) sem gefur ca 4 dl kókoshneturjóma (efsta þykka kremið í dósinni). Af- ganginn má t.d. nota í þeyting. EKKI kaupa „light“ eða fituskerta. Í staðinn fyrir kókosrjóma má nota Oatly- hafrarjóma. Kirsuberjasósa 500 g niðursoðin kirsuber í krukku 1 dl appelsínusafi 1 msk. örvarrót eða maísmjöl og smávatn að hræra því í vanillustevía eða annað sætuefni. Skolið grjónin vel og vandlega í volgu vatni og sjóðið þau síðan í potti með loki í 10 dl af vatni í 40 mín. Þegar suðan kemur upp lækkið hitann undir pottinum og pass- ið að ekki brenni við. Þegar grjónin eru soðin er kókosmjólkinni bætt í grjónapottinn ásamt vanillu, vanilluberki, pipar og salti og suðan látin koma upp enn einu sinni. Lækkið hitann og leyfið grjónagrautnum að krauma með loki á þar til hrísgrjónin hafa sogið í sig alla kókosmjólkina. Bragð- bætið með því sætuefni sem þið kjósið að nota. Blandið möndluflögunum í grautinn og kælið hann svo. Þegar grauturinn er orðinn kaldur blandið þá kókosrjóma eða hafrarjóma vel en samt varlega saman við grautinn. Hann á að vera léttur en ekki klístraður og þykkur. Grauturinn er borinn fram í fallegri skál og athuga að fela góða afhýdda möndlu í einni skálinni. Muna svo að vera tilbúinn með möndlugjöf! Kirsuberjasósa: Hita kirsuberin í eigin safa í potti ásamt appelsínusafanum. Bragðið og sætið ef þarf með smá stevíu eða því sem þið viljið nota. Þykkið sósuna með maísmjöli aða örvarrót á meðan þið hrærið varlega í pottinum. Varlega því við viljum ekki skemma og merja berin. Og passa að sósan verði ekki of þykk heldur! Margt að vara sig á hér! Sósan er borin fram heit eða köld með ris a la mande. Jólalegt rauðkálssalat með appelsínum og apríkósum: Vegan, án viðbætts sykurs Rauðkál verður maður af hafa á jólunum. Það er bara þannig. Hérna nota ég það í hráu maríneruðu salati sem er þrumugott meðlæti með alls konar mat, hvort sem er reyktu kjöti, lambakjöti eða hnetusteik. Appelsínusafinn og eplaedikið mýkja rauðkálið og því engin ástæða til að sjóða það. Geymslutíminn er næstum ein vika í lokuðu íláti í kæli. 1 stórt rauðkálshöfuð (íslenskt) sneitt mjög þunnt og fínt í matvinnsluvél Fínrifinn börkur af einni lífrænni appelsínu og safinn úr tveimur 20 apríkósur (þessar brúnu lífrænu, EKKI þessar fölu) skornar í þunnar sneiðar 5 g fersk engiferrót, fínhökkuð eða rifin 2 msk. eplaedik ½ tsk. vanilluduft eða skafa innan úr ¼ vanillustöng 1 tsk. kanilduft ¼ tsk. allrahandaduft ¼ tsk. negulduft ½ tsk. kardimommuduft ½ tsk. flögusalt 2 dropar stevía eða ½ msk. hunang hnífsoddur nýmalaður svartur pipar Blandið öllu saman, bragðið og metið hvort vantar meiri sætu eða salt. Setjið í skál með loki inn í ísskáp í að minnsta kosti 3 klst. áður en borið er fram. Takið út hálf- tíma áður svo það sé ekki ískalt. Sæt kartöflumús: vegan, fyrir 5-6 sem meðlæti Brúnaðar kartöflur eru góðar, því er ekki að neita. En óneitanlega mikill sykur og sterkja í einni lotu. Það er hægt að hafa kartöflurnar sætar án sykurs og nota sætar kartöflur í staðinn fyrir karamelluna. Sætar kartöflur er einfaldlega hægt að skræla, skera í báta og baka í 180° heitum ofni í 30 mín. með smá olíu og rósmarínkryddi og máið er leyst. Annar möguleiki er að búa til rótarmús, næstum því eins og við gerum í Yogafood. Svaka góð. 1 kg sætar kartöflur, skrúbbaðar og skornar í grófa teninga 2 hvítlauksrif, marin 2-3 dl vatn 5 dropar fiskisósa (má sleppa ef vegan og nota 1 tsk. tamari-sósu í staðinn) ½ msk. ný timíanlauf ¼ tsk. vanilluduft ½ tsk. rifin múskathneta ½ tsk. kanilduft fínrifinn börkur og safi úr einni lífrænni appelsínu 1-3 msk. extra jómfrúarólífuolía eða smjörklípa 1 tsk. sjávarsalt nýmalaður pipar Setjið kartöflur, hvítlauk, vatn, fiskisósu, timían, van- illu, múskat og kanil í pott og látið suðuna koma upp. Lækkið hitann og látið krauma þar til kartöflurnar eru alveg komnar í mauk. Það tekur 20 til 30 mín. Munið að hræra svo að ekki brenni við. Ef til vill þarf meira vatn. Maukið kartöflurnar með sleifinni og hrærið vel. Bætið appelsínusafa og berki við og hrærið áfram. Það er hægt að nota töfrasprota til að létta verkið. Að lokum er bragðbætt með ólífuolíu, salti og pipar. Eftirréttir geta vel verið sætir og hollir samtímis. Hollt og gott að hætti Þorbjargar www.heklaislandi.is - S: 6993366 Íslensk hönnun falleg gjöf fyrir þá sem þér þykir vænst um
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.