Morgunblaðið - 01.12.2017, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 01.12.2017, Qupperneq 46
46 Jólablað Morgunblaðsins GERRY WEBER jólalínan komin Skoðið laxdal.is Skipholti 29b • S. 551 4422 Frábær verð! (sömu og á hinum Norðurlöndunum) Þ að er ekki hægt aðhalda jól nema búatil nokkra vel valdadeserta og kökur.Helst nokkra svohægt sé að borða þá alla saman og njóta í botn. Það skipt- ir nefnilega mestu máli hvað borðað er á milli nýárs og jóla, ekki milli jóla og nýárs, og því er ekki úr vegi að nýta þetta tækifæri vel og troða sig út svo fólk hafi eitthvað að gera í janúar annað en að grenja yfir vís- areikningnum. Þegar sætindi eru annars vegar er alveg ómögulegt að borða eitthvað semí gott, það sem við borðum þarf að vera framúrskarandi lystugt og veita okkur svo mikla unun að önnur eins fullnægja hafi aldrei nokkurn tímann átt sér stað. Til að jólahátíðin sé fullkomnuð er tilvalið að búa til ístertu. Hér ætlum við að sýna ykkur hvernig það er gert á einfaldan hátt, án þess að nokkur verði gráhærður eða missi vitið við baksturinn. Ónei; hvaða manneskja sem er getur gert þetta, svo framarlega sem hún hefur örlít- inn áhuga á að gera vel. Ef þér finnst leiðinlegt að matbúa en þarft nauðsynlega að búa til eft- irrétt fyrir jólin – því ef þú gerir það ekki gerir það enginn annar – þá væri sniðugt að hlusta á hljóðbók meðan á bakstrinum stendur nú eða bara hringja í vin. Það að hringja í vin á meðan húsverk eru masteruð hefur komið ótrúlegasta fólki í gegn- um óendanlegt óhreinatau og ósort- eraðar sokkahrúgur. Skítugustu gólf hafa verið skúruð svo framarlega sem við höfum einhvern til að tala við. En ef þú ert þessi heimilislega týpa þá höfum við engar áhyggjur. Það að útbúa þessar tvær ístertur, baka marenstoppa, eitt banana- brauð með karamellu og útbúa ís tekur sirka einn sunnudag. Það er að segja ef þú nýtir daginn vel. Sykurhúðuð jólahátíð Ef þú ert þessi sykursæta jólatýpa sem elskar að borða eitthvað gott og hafa það reglulega huggulegt eru uppskriftirnar í þessum sykur- húðaða jólamatareiðsluþætti eitthvað fyrir þig. Marta María | martamaria@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Marenstoppar eru ekki bara sjúk- lega sætir og góðir. Þeir eru líka fallegir á borði ef þú ert að fá fólk í aðventuboð eða jafnvel jólaboð. Hægt er að leika sér með mar- enstoppa á margslunginn hátt. Það er til dæmis hægt að lita þá í öllum heimsins litum, setja á þá glimmer, skreyta þá með augum og eyrum nú eða blanda alls konar gúmmel- aði við deigið þannig að þeir fá öðruvísi bragð. Þekkt er að setja lakkrísbita út í marensinn, súkku- laðikúlur, kókósmjöl, snickers- súkkulaði eða möndlur. Ég ákvað að gera græna marenstoppa því grænn er heitasti liturinn í dag og þeir passa eitthvað svo vel við græna marmarann og stellið. Þótt þessir séu grænir má jú alltaf nota einhverja aðra liti og mögulega hafa marenstoppana þannig að þeir passi við jólaskreytingarnar heima hjá þér. Grænir marenstoppar 2 eggjahvítur 200 g sykur 1 tsk. eplaedik 1 tsk. lyftiduft grænn matarlitur, 1 tsk. til 1 msk., fer eftir hvað þið viljið hafa þá dökka. Eggjahvítur og sykur stífþeytt saman. Þegar blandan er orðin stíf og flott er eplaediki, lyftidufti og matarlit bætt við. Til að topparnir verði sem flott- astir er gott að setja deigið í köku- skreytingapoka. Ef þú notar slíka úr plasti geturðu annaðhvort sett stút á endann eða bara klippt sirka 1 cm gat. Stærðin á gatinu fer svo- lítið eftir hvað þú ætlar að hafa marenstoppana stóra. Þegar þú ert búin/n að taka ákvörðun um þetta er deiginu sprautað á bökunar- pappír. Stilltu ofninn á 150 gráður og láttu toppana vera inni í 15 mín- útur, lækkaðu svo hitann niður í 100 gráður og leyfðu toppunum að vera í 15 mínútur í viðbót. Grænir marenstoppar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Grænir marenstoppar eru ekki bara flottir sem skraut á jólaborðið heldur líka mjög gómsætir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.