Morgunblaðið - 01.12.2017, Side 50

Morgunblaðið - 01.12.2017, Side 50
50 Jólablað Morgunblaðsins Hver er ekki sjúkur í salthnetur, ritzkex og allt það! Hægt er að fara nokkrar leiðir með þessa köku. Það er vissulega hægt að setja deigið í tvö hefðbundin kökuform en það má líka setja hana í skúffu, skera í bita og frysta líkt og fólk gerir með sörurnar. Hún er ferlega góð með ís- tertu ef þú ætlar að gera alveg sérdeilis vel við þig yfir jólin. Botn 8 eggjahvítur 8 dl púðursykur 1 msk. lyftiduft 1 tsk. vanilludropar 5 dl salthnetur 40 ritzkex Stífþeytið saman eggjahvítur og sykur. Þegar blandan er orðin létt og áferðarfalleg er lyfti- dufti, vanilludropum, salthnetum og ritzkexi bætt út í og þeytt þar til deigið er orðin fallegt. Setjið deigið í tvö bökunarform með bökunarpappír. Bakið botnana í 20 mínútur við 180 gráður. Krem 8 eggjarauður 150 g flórsykur 100 g smjör 200 g suðusúkkulaði Setjið súkkulaði og smjör í pott og bræðið saman. Þeytið eggjarauðurnar vel og vandlega og bætið flórsykrinum út í. Þegar súkkulaðibráðin er tilbúin og búin að kólna örlítið er henni bætt út í eggja- og flórsykurshræruna. Baby Ruth-terta Baby Ruth terta á tveimur hæðum er eitthvað fyrir þá sem elska súkkulaði og salthnetur. Bananabrauð er kannski ekki spennandi eftirréttur á aðfangadag en það er engu að síð- ur mjög gott sem morgunmatur um jólin eða sem bakkelsi þegar verið er að undirbúa jólin. Það er fátt notalegra en að fá smá bananabrauð á meðan jólagjafalistar eru útbún- ir, jólagjöfum er pakkað inn eða jólakortin skrifuð. Þegar bananabrauðið er komið með karamelluglassúr yfir sig allt verða stundirnar einhvern veginn ennþá betri. Bananbrauð 3 bollar hveiti 1 tsk. kanill 1 tsk. lyftiduft ¾ tsk. salt 1½ bolli kókosolía 2 bollar púðursykur 3 stór egg 1 bolli valhnetur 4 vel þroskaðir bananar Byrjið á því að þeyta egg, kókosolíu og sykur saman. Svo er þurrefnum bætt út í einu af öðru og í lokin bönunum og valhnetum. Þetta bananabrauð var sett í eldfast mót með bökunarpappír en það má líka setja það í hefðbundin brauðform. Bakið við 180 gráður í 45 mínútur. Karamellukrem 4 kúfaðar msk af smjöri 150 g púðursykur 4 kúfaðar msk. rjómi Allt sett saman á pönnu og brætt saman. Þegar karamellan er tilbúin og ban- anabrauðið eiginlega klárt er henni hellt yfir og leyft að bakast með brauðinu síðustu fimm mínúturnar. Bananabrauð með karamellu Bananabrauð með karamellu er mögu- lega með því betra sem hægt er að setja inn fyrir varirnar. Ef þér finnst snickers-súkkulaði gott áttu eftir að elska þennan ís. Þú getur líka notað dumle-karamellur í staðinn nú eða bara twix eða eitthvað slíkt. Snickers-kaffiís 6 eggjarauður 100 g púðursykur 2 stór snickers 6 dl þeyttur rjómi 2-4 tsk. kaffiduft, fer eftir hvort þú vilt hafa mikið eða lítið kaffibragð Byrjaðu á að þeyta rjómann og setja hann til hliðar. Þá eru eggjarauður hrærðar ásamt púðursykri; þeytið þar til blandan verður létt og ljós. Þá er snickers- súkkulaðið skorið smátt og bætt út í ásamt kaffidufti og þeytt vel saman. Í lokin er rjómanum blandað var- lega saman við. Þegar ísinn er tilbúinn er best að setja hann í box með loki svo það komi ekki frostnálar í hann. Það tekur ísinn um það bil átta tíma að frjósa almennilega. Snickers-kaffiís Snickers-kaffiís. Þarf að segja eitthvað meira? Smart jólaföt, fyrir smart konur Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Str. 38-52
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.