Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2016, Blaðsíða 17
16
Líkt og Naomi Klein bendir á í áðurnefndri bók og fjölmargir höfðu
gert á undan henni, hefur ráðamönnum mistekist hrapallega að bregð-
ast við hættulegum loftslagsbreytingum. Jafnframt hafa þær alþjóðlegu
stofnanir sem í meira en tuttugu ár hafa haft það hlutverk að berjast gegn
hættulegri hlýnun unnið óafturkræfan skaða með „málalengingum og
töfum“. Þær bera einnig ábyrgð á því að útblástur árið 2013 var 61% hærri
en árið 1990, „þegar viðræður um loftslagssáttmála hófust fyrir alvöru.“15
Klein bendir síðar á að árið 1988, þegar ríkisstjórnir og vísindamenn hófu
umræður um leiðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, hafi
einnig markað upphaf þess sem síðar varð kallað „hnattvæðing“ og ber
í því samhengi saman annars vegar vonbrigðin með alþjóðlegar samn-
ingaviðræður um loftslagsmál og hins vegar logandi velgengni alþjóðlegra
stórfyrirtækja, sem hafa yfirstigið óteljandi hindranir á vegferð sinni og
njóta nú reglugerða sem losa þau við nánast öll höft, með skelfilegum
afleiðingum fyrir umhverfið.16
Líkt og Guðni gerir í „Vekjum ekki sofandi dreka“ árið 2011, bendir
Klein á það hvernig hagvaxtarkrafa kapítalísks samfélags stangast á við
nauðsynlegar aðgerðir til að stemma stigu við hlýnandi lofslagi. Þannig má
greina í lausninni sem hún leggur fram í bók sinni ósk um að ‚sleppa því‘;
sleppa því framvegis að lúta grundvallarlögmálum kapítalismans, sleppa
því að halda áfram á þeirri braut sem hefur stuðlað að vandanum síðan við
upphaf iðnbyltingar og hefur með hnattvæðingu undanfarinna áratuga gert
hann margfalt alvarlegri: „við höfum ekki gert það sem þarf til að draga úr
útblæstri vegna þess að þessar aðgerðir rekast í grundvallaratriðum á við
haftalausan kapítalisma, þá hugmyndafræði sem hefur verið ríkjandi allt
það tímabil sem við höfum reynt að finna leið út úr vandanum.“17 Það
er einungis á færi fjöldahreyfinga að bjarga okkur núna, en þær þurfa „að
vera þrándur í götu á sama tíma og þær opna aðrar leiðir að öruggari
áfangastöðum.“18 Þannig kallar lausn Klein á ákveðið aðgerðaleysi – í það
minnsta innan rökvísi kapítalisma – sem gefur ráðrúm til annars konar
hugsunar og rými fyrir breyttar lífsvenjur, sem reyna ekki um of á þolmörk
plánetunnar.
Það er full ástæða til að dvelja við uppástungu Klein og þeirra einstak-
linga og hópa sem rætt hefur verið um hér á undan. Það að ‚sleppa því‘ að
15 Naomi Klein, This Changes Everything, bls. 11.
16 Naomi Klein, This Changes Everything, bls. 18–19.
17 Naomi Klein, This Changes Everything, bls. 18.
18 Naomi Klein, This Changes Everything, bls. 450.
GUÐRúN ELSA BRAGADÓTTIR